Víðförli - 15.09.1993, Qupperneq 13

Víðförli - 15.09.1993, Qupperneq 13
Sorgin gleymir engum. Hún kemur til okkar reglulega. Hún er órjúfanleg- ur hluti af tilveru þess, sem elskar á lífsleiðinni. Ný dögun, eða sorgarsamtökin, eins og þau eru oft kölluð, leitast við að skapa vettvang fyrir syrgjendur til að takast á við sorgina. Það er gert með ýmsum hætti. Kirkjan veitir syrgjendum stuðning og prestar eru áberandi í starfsemi sorgarsamtaka víða um land. Þess vegna er eðlilegt að gera kirkjunnar fólki grein fyrir ýmsum þáttum starf- seminnar. Á aðalfundi samtakanna þann 6. maí síðastliðinn voru fluttar skýrslur fræðslunefndar, landsbyggðamefnd- ar og opnahússnefndar. Hér á eftir fylgja nokkrir þættir úr þessum skýrslum. Ný dögun, ar var gefinn út kynningarbæklingur samtakanna og var honum dreift í tengslum við afmælið. Auk þess var tímarit gefið út í 2000 eintökum. Var efni þess byggt á fyrirlestrum sam- takanna að stómm hluta. Bragi Skúla- son ritstýrði verkefninu. Þá var einn- ig gefið út fréttabréf. Landsbyggðarnefnd Nefndina skipuðu: Bragi Skúlason, Erla Hafliðadóttir, GuðbjörgÞ. Þórð- ardóttir, Ólöf Helga Þór og Sigurður Jóhannsson. Hlutverk nefndarinnar er að sinna þeim verkefnum sem til okkar er beint frá landsbyggðinni. Ein ferð var farin á vegum nefndarinnar í haust, til Austfjarða. 70 manns sóttu opin hús er haldin voru á Seyðisfirði, Eskifirði og Norðfirði. samtök um sorg og sorgarviðbrögð í Reykjavík Fræðslunefnd Nýrrar dögunar Nefndina skipa: Ámi Árnason, Bragi Skúlason, Elínborg Jónsdóttir, Stefanía Þorgrímsdóttir. Fyrirlestrar og námskeið Þann 7. október flutti Bragi Skúla- son fyrirlestur um efnið „Sorg og sorgarviðbrögð", í Breiðholtskirkju. Fyrir því er nú hefð, að starfsemi samtakanna heþist með fyrirlestri um þetta efni. Þann 12. nóvember flutti Bragi Skúlason fyrirlestur um efnið „Sorg foreldra og barna“, í safnaðarheimili Grensáskirkju. Þann 11. mars flutti Halldór Júlíus- son fyrirlestur um efnið „Atvinnu- missir", í safnaðarheimili Grensás- kirkju. Þann 1. apríl flutti Hrund Helga- dóttir fyrirlestur um efnið „Krabba- mein og missir“, í safnaðarheimili Grensáskirkju. Þann 20. mars var haldið námskeið um „Sorg og sorgar- viðbrögð", í Hallgrímskirkju, sem 10 manns sóttu. Þetta var grunnnám- skeið á sama grunni og áður hefur verið byggt á í starfsemi samtakanna. Auk þess má nefna að við stóðum fyrir umræðufundum um „Sorgarferl- ið“, þann 4. mars. Aðrir fyrirlestrar sem fluttir voru á vegum Fræðslu- nefndar á stór Reykjavíkursvæðinu: Ólöf Helga Þór, fyrrverandi formaður samtakanna flutti eftirfarandi fyrir- lestra: „Sorgin í skólanum“, fyrir kennara í Snælandsskóla, Laugarnesskóla og fyrir konur í fræðslustörfum á Suður- landi. „Missir og sorg“ fyrir borgaralega fermingu. „Sorg og sorgarviðbrögð“, fyrir dagmæður í Reykjavík. Á þessar samverur komu alls 200 manns. Ólöf Helga hefur nú hætt fyrirlestrahaldi um sorgina, en mun gefa af kröftum sínum á öðrum vett- vangi. Bragi Skúlason flutti eftirfarandi fyrirlestra: „Börn og sorg“, fyrir fóstrur í Heiðarborg. „Sorg og sorgarviðbrögð", fyrir Fjölbrautaskólann í Breiðholti (2 fyrirlestrar), starfsfólk Selásborgar, Lauf, samtök flogaveikra, fyrir Já- kvæða hópinn (HIV smitaða). „Sorg barna“, fyrir dagmæður í Kópavogi, fyrir foreldra og starfsfólk í Klettaborg og starfsfólk Selásborg- ar. „Sorgarferlið“, fyrir Vinalínu Rauða krossins. „Líf og dauði“, fyrir Æskulýðsfélag Garðakirkju. „Viðbrögð við missi“, fyrir félags- skapinn Hana-nú. „Sorg og trú“, fyrir safnaðarfólk á Seltjarnamesi. Fyrirlestrana sóttu samtals um 280 manns. Útgáfumál Vegna 5 ára afmælis Nýrrar dögun- Auk þess hélt Bragi Skúlason eftir- talda fyrirlestra: „Missir í fjölskyldu og samfélagi“, fyrir sorgarsamtökin á Siglufirði. „Missir á ýmsum tímum ævinnar", fyrir sorgarsamtök á Akureyri. Nám- skeið í Borgarnesi um „Sorgarvið- brögð barna“. „Fósturlát, andvana fæðing og missir á fyrsta æviári“ fyrir sorgar- samtökin Bjarma. Um „Sorg og sorgarviðbrögð“ á Akureyri. Þessar samverur sóttu um 150 manns. Opna húsið Frá áramótum hefur opna húsið verið í Safnaðarheimili Grensás- kirkju, einu sinni í viku, á fimmtu- dagskvöldum. Um móttöku syrgj- enda hafa í vetur séð 13 sjálfboðaliðar. Opið hús stendur yfir kl. 20-22 og endar með helgistund fyrir þá sem það vilja. I vetur hafa 250 manns sótt opið hús. Sjálfboðaliðar hafa notið handleiðslu Nönnu K. Sigurðardóttur félagsráðgjafa og Guðbjargar Þ. Þórðardóttur félagsráðgjafa. Stuðn- ingur þessi er forsenda fyrir áfram- haldandi starfi. Að lokum skal þess getið, að þeim sem vildu kynna sér starfsemi sam- takanna er bent á skrifstofu okkar: Ný dögun, Box 3312, ís 123 Reykja- vík. Bragi Skúlason, varaformaður Nýrrar dögunar. 13

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.