Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 19

Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 19
Mifthjartans mál Hér er rætt um mikla vinnu. Skömmin hann sr. Sigvaldi gerir mönnum grikk. Ekki er allt sem sýn- ist því að í ljós kemur að Isafjörður er stærri en Reykjavík. Eru prestar að verða úrvinda ? Mikil vinna, lág laun. Á síðasta ári varð nokkur umræða um launakjör presta. Enda þótt kjara- málin séu mörgum prestinum hug- leikin þá er það annað mál, reyndar því náskylt, sem mæðir meira á prestum. Það er hinn gríðarlangi vinnudagur, sem mörg okkar búa við. Þannig er ekki óalgengt að prestar vinni 60 stundir og þaðan af meira í viku hverri. Þessar upplýsingar koma mörgum á óvart. Því miður virðast margir halda að prestar geri ekkert annað en að messa og jarða. Og er í þessu sambandi stundum vitnað til sr. Sig- valda í „Manni og konu“, sem keypt hafði ræður úr gömlu dánarbúi en nennti samt sem áður varla að messa. Kannski svíður okkur klerkum enn frekar undan þessu skilningsleysi fólks á vinnu okkar en auraleysinu, því að það er auðveldara að njóta skilnings fólks og samúðar þegar rætt er um beinharða peninga heldur en þegar talið berst að safnaðarstarfi. Líka úti á landi. Vinnuálag er ekki sérvandi presta á stór-Reykjavíkursvæðinu. Þetta er einnig vandi presta, sem þjóna stór- um sóknum úti á landi. Sú goðsögn hefur lengi verið við lýði að stærstu prestaköll landsins væri að finna í Reykjavík. Er þá gjarnan vísað til þess að kirkjusóknirnar í Reykjavík telji svo og svo mörg þúsund manns. En hér er ekki allt sem sýnist. í Reykjavík búa að sönnu eitt hundrað þúsund manns. Að vísu er þetta fólk ekki allt í þjóðkirkjunni en til hægðarauka skulum við segja að svo sé. Reykjavík skiptist í 15 kirkjusókn- ir og í þessum sóknum eru starfandi 25 prestar samkvæmt Árbók kirkj- unnar 1992. Það þýðir að það er rúm- lega einn og hálfur prestur á hveija sókn.Til samanburðar má nefna að undirritaður þjónar þremur þéttbýlis- sóknum. Að vísu eru tvær minni sóknirnar lítil þorp og hálfsmánaðar- leg messuskylda þar samkvæmt lög- um. Ef til vill er því raunhæfara að segja að undirritaður þjóni sem sam- svari tveimur „heilkirkjum“. Nú þykist ég vita að fingur starfs- systkina minna fyrir sunnan sé kom- inn á loft og fram á varnirnar spurn- ingin um fjölda sóknarbarna. ísafjarð- arprestakall telur 3700 manns. Þar eru einnig stofnanir, sem njóta þjón- ustu prestsins; svo sem Fjórðungs- sjúkrahúsið, dvalarheimili aldraðra og heimili fyrir þroskahefta. Á þessar stofnanir kemur fólk víða að úr fjórðunginum. Svipað ástand er í Reykjavík. Þar eru ýmsar stofnanir, sem fólk víða að sækir til . Eins og áður sagði búa í Reykjavík hundrað þúsund manns. Auk þeirra 25 presta, sem þjóna í sóknunum 15 eru starfandi í Reykjavík 7 sérþjón- ustuprestar og einn og hálfur héraðs- prestur. Við þessa tölu mætti einnig bæta tveimur fríkirkjuprestum — en þess gerist ekki þörf, því að niður- staðan er engu að síður sláandi: í Reykjavík er einn prestur á hverja 3000 íbúa. Víða pottur brotinn. Hér hefur verið gerður leikur að tölum og ísafjörður borinn saman við Reykjavík. Niðurstaðan sýnir að „ísa- fjarðarbrauð“ er stærra heldur en „normal-brauð“ í Reykjavík. Þó er ísafjörður ekki stærsta prestakall landsins. Stærri prestaköll er til að mynda að frnna á Eyjafjarðarsvæðinu og á suðvesturhomi landsins. Það er athyglisvert að skoða fjölg- un prestsembætta innan kirkjunnar á seinustu árum. Fjölgun presta hefur hvergi verið meiri en í Reykjavík. Aðrir hafa reynt að knýja á um fjölgun embætta en sá söngur hefur ekki náð eyrum ráðamanna í Reykjavík. Þannig hlutu Vestfirðingar stuðn- ing kirkjuþings haustið 1991 við þá ályktun að brýnt væri að setja annan prest til þjónustu í ísafjarðarpresta- kalli. Þrátt fyrir samþykki bólar ekkert á presti hingað vestur. En í millitíðinni hefur fjölgað um tvö stöðugildi hjá Reykjavíkurprófastdæmi. Vinnuálag og streita. Grein þessa hef ég skrifað til að vekja athygli á miklu vinnuálagi presta. Það eru ekki einvörðungu prestar í stórum prestaköllum, sem eru undir miklu álagi. Eðli prestsþjón- ustunnar, samfara auknum kröfum um safnaðarstarf, veldur oft streitu hjá prestum. Þá má og minna á þann sérvanda presta í litlum brauðum, að þurfa að vinna fullan starfsdag í ann- arri launaðri vinnu jafnhliða prest- þjónustunni. Þessi mál hafa verið hálfgert feimn- ismál allt til þessa og lítið rædd opin- berlega. En eftir að hafa horft upp á þrjá þjóna kirkjunnar ofgera sér í starfi á seinasta ári get ég ekki orða bundist. Andleg þreyta og ofkeyrsla er vandamál sem við verðum að tak- ast á við. Mér eru minnisstæð orð herra Ólafs biskups, sem hann sagði við mig daginn áður en ég vígðist, þegar hann bað mig að gæta þess að vinna ekki um of og ætla mér ekki of mikið. Þetta var skynsamlegt heil- ræði en um leið sorglegur vitnisburð- ur um ástandið í kirkju okkar. „Uppskeran er mikil, en verka- mennirnir fáir. Biðjið því herra upp- skerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar“ (Lúk. 10:2). Með kveðju að vestan, Magnús Erlingsson. 19

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.