Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 6

Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 6
Árið 1991 skipaði kirkjumálaráð- herra, Þorsteinn Pálsson, nefnd í samráði við biskup Islands og menntamálaráðherra til að skoða stöðu Skálholtsstaðar og koma með tillögur að framtíðaruppbyggingu staðarins. Á Skálholtshátíð afhenti nefndin Skálholt skipar einstæðan sess í íslandssögunni sem tákn þjóðarsögu og kirkjusögu í senn. umframtíð álitsgerð sína. Fomaður nefndarinnar var Lára Margrét Ragnarsdóttir al- þingismaður, en aðrir nefndarmenn voru Ásdís Sigurjónsdóttir deildar- sérfræðingur, sr. Jónas Gíslason vígslubiskup, sr. Jón Einarsson pró- fastur og sr. Sigurður Sigurðarson. I álitsgerðinni eru tillögur m.a um að reisa íbúðarhús fyrir forstöðumann skólans, viðbyggingu við Skálholts- búðir og skólann, þjónustu — og safnahús, að planta skógi, að 70 hekt- arar verði teknir undir sumarbústaða- byggð, og uppbygging að Þorláks- búð, sem gæti nýst sem skrúðhús og fundarherbergi. í álitsgerðinni segir: „Skálholt skipar einstæðan sess í Islandssög- unni sem tákn þjóðarsögu og kirkju- sögu í senn. f Skálholti sögunnar var miðdepill íslenskrar kirkju og menn- ingar. Eðlilegt má því telja að starf- semi í Skálholti framtíðarinnar end- urspegli sögulegt hlutverk með öfl- ugri kirkju — og menningarstarfsemi. í því starfi þarf að felast reglubund- ið og fjölbreytt helgihald í Skálholts- kirkju og tónlistar-, fræðslu- og menningarstarf á staðnum öllum, ekki síst í tengslum við Skálholtsskóla og sumartónleika. Skálholt á að vera griðastaður fyrir þá sem vilja njóta fegurðar og helgi staðarins og skyggnast í sögu lands og þjóðar.“ 6

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.