Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 23
Vetur, sumar, vor og haust
Eldri deild Æskulýðssambands
kirkjunnar í Reykjavíkurprófasts-
dæmum hóf starfsemi sína árið 1989.
Lengstum hefur þetta verið fámenn-
ur hópur, sem komið hefur saman
hálfsmánaðarlega að vetrinum til að
eiga samfélag, uppbyggjast saman og
stjnkja hvert annað til góðra verka.
Hefur samfélagið eflst mjög og því
aukist kraftur. Um miðjan vetur kom
upp sú hugmynd að fara hringferð um
landið að vori, þegar skólar væru úti,
til að heimsækja og hvetja ungan
æskulýð á landsbyggðinni.
Fundaherferðin hófst í Oddakirkju í
Rangárvallaprófastsdæmi, við fórum
austur um og enduðum á Skagaströnd
í Húnavatnsprófastsdæmi. Tók ferð-
in alls 10 daga (14.maí-23.maí) og á
þeim tíma héldum við 8 fundi á jafn-
mörgum stöðum vítt og dreift um
landið og gengu þeir framar okkar
björtustu vonum hvað varðaði aðsókn
og áhuga á málefninu.
Var haldinn dæmigerður æsku-
lýðsfundur með helgistund á hverjum
stað með því sniði, að heimamenn
gætu haldið slíka fundi í framtíðinni.
Við buðum þá einnig velkomna á
næsta landsmót æskulýðsfélaganna,
sem haldið verður í haust, svo að auð-
veldara verði að hefjast handa heima
fyrir að því loknu.
Vel var tekið á móti okkur, hvar
sem við komum, og gaman að mæta
vinum í Kristi, þótt við þekktum þá
ekki persónulega fyrir. Viljum við
þakka ágætar móttökur og viður-
gjörning allan.
Það sem einkenndi þessa ferð,
fyrir okkur ferðalangana, voru öll til-
brigði íslenskrar veðráttu, sem við
lentum í, t.d. sandstormi, þurftum að
sæta lagi til að komast yfir sandana á
Suðurlandi, snjókomu svo um mun-
aði, ófært var um tíma á fjallvegum
fyrir austan, bíllinn rann einu sinni
útaf, en ósködduð komumst við á
leiðarenda og gátum haldið áætlun.
„AU thanks to Jesus“ vildi Sigurður
bflstjóri meina, enda var Jesús með í
för.
Kostnaður við ferðina var þó nokk-
ur. Eftirtaldir aðilar styrktu hópinn til
fararinnar, Kristnisjóður,
Menntamálaráðuneytið, ölgerðin
Egill Skallagrímsson og kex-
verksmiðjan Frón. ÆSKR þakkar
þeim stuðninginn og öllum þeim öðr-
um, sem gerðu þessa ferð mögulega.
23