Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 10

Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 10
Fáein orð um siálfsvíg Manntjón á íslandi af völdum slysa er mjög mikið. Athyglisvert er t.d. hversu margir deyja hér eða örkum- last vegna atvinnuslysa. Sjómenn eru þar greinilega í mesta áhættuflokki. Umferðarslys eru hér einnig allt of tíð og alvarleg. Ljóst er að mannskaði af þessu tagi er alltof mikill og veldur samfélaginu miklu tjóni. En fámennri þjóð er mikilvægt að halda i fólk sitt og miklir fjármunir eru settir í alls kyns fyrirbyggjandi aðgerðir, örygg- isbúnað, fræðslu, bætta starfsað- stöðu og margt fleira, sem líklegt er til að draga úr slysatíðni og bæta ör- yggi manna. Sama gildir um flesta þætti heilsuvemdar og heilbrigðis- þjónustu. Það er kappsmál okkar að standa vel að verki í þessum efnum og er það vel. Manntjón af völdum sjálfsvíga er mikið í flestum löndum. ísland sker sig ekki úr nema að einu leyti. Sjálfs- vígstíðni ungra karlmanna er með því hæsta sem gerist. Á árunum 1986-90 féllu 170 manns fyrir eigin hendi hér á íslandi. Þar af 33 ungir karjmenn 15- 24 ára. Það þýðir að fimmti hver ein- staklingur, sem fremur sjálfsvíg er karlmaður um tvítugt! í þessum tölum koma ekki fram óvissuþættir, þ.e. hugsanlegt ,,óbeint“ sjálfsvíg, þar sem ástæðan h'tur út fyrir að vera önnur, t.d. um- ferðarslys, (útafakstur, of hraður akstur o.fl.), en viðkomandi hafði hins vegar í huga að fyrirfara sér. Auk þess eru mun fleiri, sem reyna sjálfsvíg, en mistekst það eða er bjargað. Þegar sjálfsvígstilraun á sér stað er viðkomandi oftast fluttur á sjúkrahús, þar sem hann fær nauðsynlega hjálp tO að komast úr lífshættu af völdum tilraunarinnar (eitrunar, skotsára, stungna eða annarra ástæðna). Tak- ist að halda viðkomandi á sjúkrahús- inu 2-3 daga fær hann viðtal hjá geð- lækni og er boðin áframhaldandi að- stoð. Slík aðstoð er mjög brýn, en er sjaldan þegin, því miður. Búast má við að sá sem reynir sjálfsvíg sé ekki úr allri hættu, enda sýna tölur að sá sem einu sinni reynir sjálfsvíg er lík- legur til að reyna aftur. Hér hefur ekki verið minnst á þær miklu andlegu þjáningar viðkomandi og aðstandenda þeirra, sem fylgja hverju sjálfsvígi og hverri tOraun. Þeir, sem tO þekkja af eigin reynslu eða vegna starfa shrna, vita að þján- ingin, sársaukinn og sorgin eru svo mikil í þessum tilfeUum, að því verður ekki lýst. Menn greinir á um það, hvernig bregðast eigi við sjálfsvígum og sjálfs- vígstilraunum og ennfremur, hvemig megi fækka þeim. Eins og bent hefur verið á er tíðni sjálfsvíga tiltölulega há meðal ungra karlmanna. (Reyndar eru sjálfsvígstilraunir ungra kvenna einnig tiltölulega mjög tíðar hér á ís- landi). Alla vega er hér um að ræða ungt fólk í mótun, sem að öllum líkind- um mætti hafa meiri áhrif á, en eldra fólk með alvarlega sjúkdóma (lang- varandi þunglyndi eða aðra geðsjúk- dóma). Því er freistandi að ætla að fyrirbyggjandi aðgerðir og skOvirkari hjálp í neyðartilvikum geti skOað meiri árangri en raun ber vitni, einkum hjá Aðstandendur þeirra sem misst hafa náinn ástvin af völdum sjálfsvígs, hafa ekki fengið þá hjálp og umhyggju sem þeir nauðsynlega þurfa. þessum hópi. Með öðrum orðum, mér virðist vera hægt að bæta veru- lega almenna heilsuvernd og heil- brigðisþjónustu hér á landi a.m.k. að tvennu leyti. Annars vegar í því, er varðar fyrirbyggjandi aðgerðir meðal ungs fólks. Hins vegar í því, er lýtur að eftirfylgd með þehn, er reynt hafa sjálfsvíg. Hér er um að ræða aðgerð- Or, sem eru gífurlega mOdlvægar, en um leið nokkuð kostnaðarsamar. Um það má hafa langt mál, en verður ekki gert hér, heldur aðeins bent á þá staðreynd, sem okkur öllum er ljós; manntjón af völdum sjálfsvíga er aUtof mikið. Við verðum að veita þessum málaflokki fyUstu athygU og bregðast við með öllum þeim ráðum, sem við þekkjum og getum komið í fram- kvæmd. í þriðja lagi má svo bæta við, að aðstandendur þekra, sem misst hafa náinn ástvOi af völdum sjálfsvígs, eru mjög afskiptur hópur, sem hefur fengið litla athygli eða öllu heldur ekld fengið þá umhyggju og hjálp, sem hann þarf nauðsynlega. Gildir raunar það sama um að- standendur þeirra sem reynt hafa sjálfsvíg. (Fleiri afskipta sorgarhópa mætti nefna, en verður ekki gert í þessu sambandi). Ég get ekki séð annað en við verð- um að mæta vanda þessum augliti tfl augUtis. í þessum málaflokki sem öðrum, þarf að kveða skýrt að orði og nefna hlutma réttum nöfnum. í slíkri umræðu má sjálfsvíg eða sjálfsvígstil- raun ekki vera neinn feluleikur, um- vafinn dulúð og umgangssögum um slæmt fjölskyldulíf, vanrækslu, of- neyslu og vandamál, heldur alvarleg- ur atburður í lífí sjúkrar manneskju , sem þarfnast mfldllar athygli, sterkra viðbragða, fjölþættrar hjálpar og nflk- Olar mannúðar. Kirkjan sem stofnun, getur lagt hér hönd á plógnin sem mfldlvægur þjón- ustuaðili á meðal þjáðra. Hún ætti að styrkja samstarf sitt við heflbrigðisyf- Orvöld og fræðsluyfirvöld, efla mál- efnalega og raunsæja umræðu í þjóð- félaginu og hvetja þannig Alþingi til þess að gefa þessum brýna málaflokki meiri gaum. Birgir Ásgeirsson sjúkrahúsprestur. 10

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.