Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 22
Hugleiðing
Að bera hvers annars byrðar.
Ritningartextamir sem ætlaðir eru
til umhugsunar í þessari yfirstandandi
viku mynda framhald af guðspjalli síð-
asta sunnudags um veisluna miklu.
(lr:Lúk.14.16-24)
Texti mánudagsins er sérstakt um-
hugsunarefni í tengslum við efni þess-
arar prestastefnu. Hann er skráður í
6. kafla Postulasögunnar og ég ætla
að leyfa mér að lesa hann þótt við
þekkjum hann öll mjög vel:
„Aþessumdögum, er lærisveinun-
um fjölgaði, fóru grískumælandi
menn að kvarta út af því að hebreskir
settu ekkjur þeirra hjá við daglega
úthlutun. Hinir tólf kölluðu þá læri-
sveinahópinn saman og sögðu: „Ekki
hæfir, að vér hverfum frá boðun Guðs
orðs til að þjóna fyrir borðum. Finnið
því, bræður, sjö vel kynnta menn úr
yðar hópi, sem fullir em anda og
visku. Munum vér setja þá yfir þetta
starf. En vér munum helga oss bæn-
inni og þjónustu orðsins.“ Öll sam-
koman gerði góðan róm að máli
þeirra, og kusu þeir Stefán, mann full-
an af trú og heilögum anda, Filippus,
Prókoms, Níkanor,Tímon, Parmen-
as og Nikolás frá Antiokkíu, sem tek-
ið hafði gyðingatrú. Þeir leiddu þá
fram fyrir postulana, sem báðust fyrir
og lögðu hendur yfir þá.
Orð Guðs breiddist út, og tala læri-
sveinanna í Jerúsalem fór stórum
vaxandi, einnig snérist mikill fjöldi
presta til hlýðni við trúna.“ Post.
6.1-7.
Það varð kurr í söfnuðinum meðal
hinnagrískumælandi. Kurr, semvarð
til góðs, kurr sem leiddi í ljós grund-
vallaratriði í lífi og starfi kristinnar
kirkju.
Hið rétta og hið sanna líf í Kristi, —
lífið í Orði Guðs, lífið í bæn til hans og
tilbeiðslu: Hin sanna „liturgía“ kirkj-
unnar, hlýtur að kveikja af sér kær-
leiksþjónustu, hina sönnu„díakoníu“
og verður að hafa hana sér við hlið ef
hún ætlar að rísa undir nafni.
Þær em systur, Líturgía og Día-
konía, og óaðskiljanlegar.
í lestri mánudagsins, segir Jesús
við konuna við brunninn;...hvem
sem drekkur af vatninu, er ég gef
honum, mun aldrei þyrsta að eilífu.
Því vatnið , er ég gef honum, verður í
honum að lind sem streymir fram til
eilífs lífs.“ Qóh. 4.14.) Guð kemur til
okkar í kærleika sínum til að þjóna
okkur. Miskunn hans streymir fram
sem óþrjótandi lind. Við megum ausa
af henni. Hún vill streyma í gegn um
okkur, til hinna fátæku og smáðu og
hjálparvana.
Við höfum þegar bergt á þessu
lindarvatni Guðs. Við emm börn
guðsríkisins og eigum nú þegar eilífa
lífið.
Þar sem innra líf brýst fram leitar
það að mynd sem hæfir innihaldinu.
Þar sem fagnaðarerindið um frelsandi
kærleika Guðs er kunngjört, þar vill
hann byggja upp söfnuð sinn, þar sem
hver ber annars byrðar.
Að við skulum síðar í Postulasög-
unni rekast á suma þeirra sem í frá-
sögninni voru tilnefndir til að vera
safnaðarþjónar, þar sem þeir eru
predikarar fagnaðareindisins, sýnir
okkur enn einu sinni greinilega að
þjónusta orðsins og þjónusta kærleik-
ans, það er: liturgía og díakonía,
geta aldrei verið tvö aðskilin svið
kirkjustarfsins: Þær geta einfaldlega
ekki lifað aðskildar. Þær eru óaðskilj-
anlegar systur, — í þrenningarsam-
bandi með martúríu, þeirri systur-
inni sem er boðunarþjónustan, vitnis-
burðurinn til heimsins um hjálpræðið í
einum Drottni Jesú Kristi.
Þau sem fylgja honum eiga vísa
fylgd systranna þriggja. Og þótt dá-
lætið sé meira á einni þeirra en ann-
arri og þótt hæfileikinn til þjónustu sé
fremur á sviði einnar en annarrar og
þótt við reynum að skilja þær að, af
þeirri ástæðu eða annarri, þá skilja
þær aldrei sjálfviljugar, því að það ylli
dauða þeirra allra.
(Hugleiðing flutt við morgunbæn á
prestastefnu 23. júní.)
Kristján Valur Ingólfsson
22