Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 21

Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 21
Kirkjubúðir í borg. Á vegum ÆSKR var haldið í nokk- urs konar framhaldi af sumarbúðun- um í Heiðarskóla, námskeið í Árbæj- arkirkju. Starfsfólk var að hluta til það sama og verið hafði í Heiðarskóla, en auk þess var Dagný Halla Tómasdótt- ir með hluta tímans. Hér var reynt að sameina leik, íþróttir, kristilega fræðslu og sam- verustundir. En þema námskeiðsins var maðurinn, menningin og um- hverfið. Myndir sem hér fylgja eru teknar á námskeiðinu. Haustdagar í Skálholti Dagana 11.-23. október verður boðið upp á þriggja daga samverur fyrir aldraða í söfnuðum Reykjavíkur- prófastsdæma. Dagskráin verður fjölbreytt m.a. fræðsla, skemmtileg- ar samverustundir og helgihald. í hverjum hópi verða 20 þátttakendur og kostnaði verður stillt í hóf. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Ellimála- ráðs í Árbæjarkirkju, s. 674810. Heimsóknarþjónusta Leiðbeiningahefti fyrir umsjónar- Á döfinni hjó Ellimálaráöi Reykjavíkurprófastsdæma aðila heimsóknarþjónustu kemur út á vegum Ellimálaráðs Reykjavíkurpróf- astsdæma nú í haust. í því er fjallað um markmið, tilgang og skipulag heimsóknarþjónustunnar, og hinar ýmsu hliðar hennar. Auk þess er greinargóð lýsing á því hvernig söfnuður fer að, þegar hefja á heimsóknarþjónustu. Sálmar — Ljóð í tilefni evrópuárs aldraðra 1993 stendur Ellimálaráð Reykjavíkurpróf- astsdæma fyrir söfnun kistilegra ljóða og sálma. Ætlunin er að safna saman áður óútgefnum ljóðum og sálmum eftir eldri borgara landsins, sem ort hafa verið eftir síðustu aldamót. Markmiðið er að ljóðin og sálmamir varðveitist og stefnt er síðan að því að gefa þau út. Sýnt þykir að mörg perl- an muni leynast í fórum eldri borgara eða ættingja þeirra . Ljóðin og sálmana má senda til Skrifstofu Ellimálaráðs Retkjavíkur- prófastsdæma í Árbæjarkirkju og þar má fá nánari upplýsingar , s: 674810 21

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.