Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 18

Víðförli - 15.09.1993, Blaðsíða 18
Umsálgæslu Ritstjóri Víðförla hefir beðið mig um að rita nokkur almenn orð um sálgæslu. Sálgæslan er eitt af höfuðverkefn- um prestsins og gerð er grein fyrir henni í brýningu biskups yfir vígslu- þeganum, þar sem hann segir m.a. : „Ég brýni alvarlega fyrir þér — að leiðbeina (öllum þínum söfnuði), hvetja og styrkja með ástúð og al- vöru, einslega og opinberlega, vaka yfir sálarheill þeirra, sem þér er trúað fyrir, styðja lítilmagnann og hjálpa bágstöddum." í þessari brýningu má greina útlín- ur sálgæslustarfsins, það er öllum vígðum prestum ætlað og flestum er gefið að sinna því af kostgæfni. Mörg- um er það þó þungbært. Þjónusta sumra presta er við þær aðstæður, að sálgæslan verður þyngri og meiri hluti af þjónustu henn- ar á kostnað prédikunarinnar og helgihaldsins, uppfræðslunnar og ástundunar eigin fræðslu, þótt vissu- lega sé æskilegt að það haldist í hend- ur hvað við annað. Presturinn er hirð- ir, hún nærir hjörðina, leiðir hana, „styður alla þá sem ætla að hníga og reisir upp alla niðurbeygða.“ Til þess hefur presturinn umboð. Um rúmlega aldarfjórðungs skeið hef ég verið í þjónustu, þar sem áhersluþunginn hefir verið á sálgæsl- unni. A þeim tíma hef ég lært margt af öðrum, sótt nám til að létta mér þjón- ustuna og efla hana um leið, en ég hef einnig lært af reynslunni. Ég minnist þess, að fyrir nokkrum árum er ég var fangaprestur, vann ég all náið með sálfræðingum, sem áttu sameiginlega skjólstæðinga með mér. Einn þeirra komst svo að orði við mig: „Ég furða mig á því hve greiðan aðgang þú átt að föngunum. Þú bara sest andspænis þeim, og áður en varir hafa þeir opnað þér allar sínar sálargáttir. Við verðum að beita alls konar aðferðum til að brjóta niður veggi og vinna traust.“ Ég hugsaði um þetta dágóða stund og komst að þeirri niðurstöðu, að að- stöðumunur okkar væri fólginn í því, að hann kæmi til leiks vopnaður fræð- um sínum og menntun og þjálfun, en ég hefði umboð, 2000 ára gamalt um- boð að vísu, en umboð sem tekið væri gilt. Það væri umboðið sem opnaði mér dyr, svo rík væri hefðin og arfur- inn í undirmeðvitund fólks, þrátt fyrir allt. Þetta umboð, sem ég er hér að tala um, er frá Kristi Jesú. Það er lykla- valdið sem okkur hirðunum er gefið (Mt.16:19), umboðið til að fyrirgefa syndir Qóh. 20:23).Við segjum það og gerum í hverri messu sem við syngjum, og fólkið veit það og trúir því þegar það sest andspænis okkur með sálarbyrði sína. En þá er það bara að vera mann- eskja að standast raunina, því sál- gæslan er oft í því fólgin, að sitja með skjólstæðingi sínum og horfast í augu við hina dýpstu örvæntingu, mann- lega niðurlægingu, já sjálfan helkaldan dauðann. Við höfum að vísu fyrir- mynd og hana trausta og góða, Jesú sjálfan að störfum. Ég bendi t.a.m. á samtal hans við Nikódemus um nótt, samversku konuna við Jakobsbrunn- inn í Síkar, samræðumar við systurn- ar Mörtu og Maríu í Betaníu; dæmin em fleiri og við þekkjum þau. Orðin hans eins og : „Syndir þínar em þér fyrirgefnar“, „Ég sakfelli þig ekki heldur, far þú og syndga ekki fram- ar“, „Ég er ekki kominn til að dæma heiminn, heldur til að frelsa heiminn. “ Stundum finnst mér eins og gmnn- tónn allrar Fjallræðunnar sé leiðbein- ingar og uppörvun til sálusorgaranna, vísbendingar sem styðja það eru svo fjölmargar, og allt skal á bjargi byggt, bjargi hlýðninnar við Jesú orð. Heyrt hef ég þá gagnrýni, að við prestar öpum eftir félagsráðgjöfum og sálfræðingum. Sú hætta er vissu- lega fyrir hendi, en gæti þessu ekki verið öfugt farið, að fulltrúar hinna stéttanna sæki sér fyrirmynd í hina kristnu og kirkjulegu hefð? Mér kemur í huga bréf Páls postula til Filemons, þar tekur hann snilldar- lega á félagslegu vandamáli af sál- fræðilegu innsæi, og höfðu þá hvorki félagsfræðin né sálarfræðin verið skilgreindar eða afmarkaðar sem sér- fræðigmndvöllur. Prestinum verður að vera það fullkomlega ljóst, að hún er ekki félagsráðgjafi, sálfræðingur eða geðlæknir. Hún læknar ekki fólk, hún tekur ekki sjúklinga í meðferð og sérfag hennar er ekki að þekkja inn- viði mannlegs samfélags og leysa úr félagslegum vanda. Hins vegar er það henni hollt og gott að þekkja þessar fræðigreinar og aðferðafræði þeirra, einkum er það henni nauðsynlegt að þekkja með því sjálfa sig sem tæki, styrk sinn og veikleika , möguleika sína og tak- markanir, því það er reyndar hið eina tæki sem hún hefir, og þar er mikil- vægast taugin sem liggur frá eyranu til hjartans. Óþarft ætti að vera að taka það fram, að allt sem fer á milli prests og skjólstæðings skal liggja í þagnargildi. Þar væntir hvomgt sér nokkurs hróss frá mönnum. En prestinum er einnig nauðsyn að gæta sinnar eigin sálarheillar. Hún þarf einnig sálgæslu með leiðsögn og handleiðslu í þjónustustörfum sínum. Stöðugt þarf að brýna okkur á því, að það emm ekki við heldur „Guðs lamb sem ber burt syndir heimsins," þar er miskunn að finna. Þess vegna hvílir sálgæslan á guðs- þjónustunni og bæninni til hans sem daglega „Fyrirgefur vorar skuldir." Jón Bjarman sjúkrahúsprestur þj óðkirkjunnar. NB. Ég nota 3.pnf. kvk. með orð- inu „prestur“. Það er gert sjálf- um mér til ögunar og starfs- systrum mínum til heiðurs. Bræðurna bið ég að athuga það. jb

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.