Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Síða 6
Fjarrí því að
alnæmisfaraldurínn
hafí náð hámarki
Rætt vió Harald Briem sóttvarnalækni um þróun og útbreiÓslu alnæmis
að er vel tekið á móti mér þegar ég mæti á
skrifstofur Landlæknisembættisins úti á Sel-
tjarnarnesi. Eítir að hafa fengið kaffi í bolla
er mér vísað inn á skrifstofu til Haraldar, sem er nú
reyndar í símanum, en lætur þó ekki innrásina
trufla sig hið minnsta, heldur kinkar vinalega kolli
og gefur mér bendingu um að setjast við hringlaga
borð. Það vekur athygli mína að skrifborðið er
þakið pappírsstöflum og ég hugsa með mér að ég sé
heppin að fá að ræna heilum kaffitíma og rúmlega
það af manni sem er greinilega önnum kafínn. Or-
fáum mínútum síðar slítur hann símtalinu, heilsar
með hlýju handabandi og sest hjá mér. Haraldur
Briem hefur góða nærveru. Eg byrja á því að benda
á staflana og spyr hvort þetta séu allt verkefni sem
bíða hans, en Haraldur hlær og segir að staflarnir
beri frekar vott um skort á skipulagi.
Við byrjum á því að að rifja upp
fyrstu árin eftir að alnæmi uppgötv-
aðist.
„Sjúkdómurinn sem slíkur uppgötvaðist fyrst árið
1981, en svona eftir á að hyggja sáu menn að hann var
búinn að vera í farvatninu í mörg ár. Vandamálið á
þessum tíma var að í Bandaríkjunum lágu ekki fyrir
neinar nýjar upplýsingar um að óvenju margir ungir
karlmenn væru að deyja. Tilfellin dreifðust um öll
Bandaríkin og enginn sá í byrjun að um ákveðið
mynstur væri að ræða. En í dag telja menn sig hafa
lært og núna er haldið utan um slíkar upplýsingar um
leið og þær berast. I byrjun vissi líka enginn hvað þetta
var en þá kom faraldsfræðin til, það er að segja farið
var að kanna hverjir voru að veikjast og hvað voru þeir
að gera öðruvísi en aðrir. I fyrstu blasti við að sjúk-
dómurinn smitaðist milli karlmanna við kynmök og
síðan fór þetta að tengjast fíkniefnaneyslu og blóðþeg-
um. Það er svo ekki fyrr en tveimur til þremur árum
seinna að það uppgötvast að það sem veldur sjúk-
dómnum er veira sem síðar fékk nafnið hiv.“
Gagnkynhneigðir geta líka smitast!
Allrafyrstu árin var sú skoðun ríkjandi að sjúkdómurinn
legðist bara á samkynhneigða karlmenn. Haraldur minn-
istþess að hafa farið á ráðstejhu í Kanada árið 1983 þar
sem því var haldið fram ífyrsta skipti að gagnkynhneigð-
ir gœtu líka smitast.
„Læknir, sem hafði starfað í Kongó um árabil, var á
ráðstefnunni og þar hélt hann því fram fyrstur manna
að sjúkdómurinn væri að breiðast hratt út í Afríku á
meðal gagnkynhneigðra, bæði karla og kvenna. Orð
hans vöktu sterk viðbrögð og við lá að menn gerðu
hróp að honum fyrir að halda fram slíkri vitleysu! Svo
kom auðvitað í ljós að hann hafði alveg rétt fyrir sér.“
Haraldur segir hiv-smit hafa borist fljótt til Islands og
aðfyrsta tilfellið hér hafi komið fram 1983, þó það hafi
ekki verið staðfest fyrr en 1985 þegar farið var að mœla
mótefni gegn veirunni.
„A þessum tíma voru margir sem töldu að sjúkdóm-
urinn mundi aldrei berast hingað til lands og kom
þessi vitneskja mörgum í opna skjöldu. Þegar árið
1985 lést fyrsti sjúklingurinn úr alnæmi, sem er loka-
stig hiv-sýkingar. Næstu árin fór sá fjöldi vaxandi sem
lést úr sjúkdómnum. Maður hafði miklar áhyggjur af
þessu og svona í lok níunda áratugarins og byrjun þess
tíunda voru alltaf allmargir inni á spítala á hverjum
tíma sem voru mikið veikir og þetta var mjög erfitt allt
saman.“
Maskínan sprengdi glösin með smit-
aða blóðinu
Var mikill ótti við smit innan heilbrigðisstéttarinnar
fyrstu árin?
„Smitleiðirnar sem slíkar voru nú orðnar vel þekktar
á þessum tíma, þegar sjúkdómurinn var orðinn stað-
reynd hér á landi, en vissulega var óttinn samt til stað-
ar. Dæmi voru um að farið væri að grípa til óvenju-
legra öryggisráðstafana til að verjast smiti, ráðstafana
sem gátu verið varasamar þar sem þær voru starfsfólk-
inu ekki tamar. Stundum klæddu menn sig í hálfgerð-
an geimfarabúning þegar þeir fóru inn til sjúklinganna
6 rauði borðinn