Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Side 7

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Side 7
og það jók strax möguleika á mistökum. Eg man eftir öðru dæmi þar sem ákveðið hafði verið að draga fram gamla skilvindu á rannsóknarstofunni til að nota sérstak- lega fyrir blóð úr smituðum. Það fór ekki betur en svo að glösin með smitaða blóð- inu mölbrotnuðu í gömlu skilvindunni vegna galla sem í hana var kominn og hún varð útötuð í blóði. En þetta er dæmigert: I öryggisskyni er tekið blóð og sett í einhverja maskínu sem ekki er not- uð venjulega og hún er þá ekki betri en svo að hún sprengir öll glösin! Þetta kostaði óhemju hreinsivinnu þarna á rannsóknarstofunni og olli miklu meira uppnámi heldur en ef þetta hefði verið gert með venjulegum hætti. Og það er svolítið merkilegt að á árunum áður, þeg- ar enginn vissi um tilvist hiv, þá var blóð- sýnum rennt þarna í gegn alla daga og það gekk ágætlega af því að menn unnu bara sína vinnu eins og vera bar.“ Allt frá því að Haraldur Briem varð sérfrœðingur í smitsjúkdómum fyrir aldarfyórðungi, hefur hann unnið að alnœmismálum og hefur hann því náð aðfylgjast með þróun sjúkdómsins fráþví hann kom fyrst fram. „Mér finnst það ótrúleg lífsreynsla að hafa gengið í gegnum allt þetta ferli, alveg frá upphafi, sem enn er ekki séð fyrir endann á, því miður. En vissuleg er það mjög sérstakt að koma að einhverju nýju og óvæntu sem er allt öðru vísi en nokkuð annað sem við höfum séð áður og fylgjast svo með þróuninni, til dæmis hversu ótrúlega fljótír menn voru þrátt fyrir allt að finna ástæðuna fyrir þessu.“ Fólk gæti farið að halda eitthvað... Haraldur hefur á vissan hátt verið andlit heilbrigðisstétt- arinnar út á við þegar kemur að alnœmismálum og einnig hefur hann starfað sem lœknir hiv-jákvæðra. Eg spyr hvort hann hafi einhvern tímann fundið fyrir for- dómum vegna þessarar stöðu sinnar? „Já, ég man eftir einum sjúklingi sem bjó úti á landi, hann var ekki hiv-jákvæður en hafði komið til mín út af öðru vandamáli. Seinna hringdi hann og þurfti að fá hjá mér lyfseðil og ég sagði: „Má ég ekki bara símsenda lyfseðilinn í apótekið til þín?“ En maðurinn hélt nú ekki, sagði að fólk gæti farið að halda eitthvað! Hann bað síðan um að einhver annar læknir sendi lyfseðil- inn.“ Var ekkert erfitt tímabilið áður en nýju lyfin komu að hofa upp á fólk í blóma lífsins veikjast og deyja úr al- næmi án þess aðfá að gert? „Jú framan af, en nú er ég sem betur fer búinn að vera með sama fólkinu í ótrúlega langan tíma, sem hefur klárað þetta. Sumir voru komnir ansi nálægt dyrum dauðans þegar þessi lyfjaþrenna kom f996. Þetta minnir pínulítið á breytingarnar sem pensillínið og berklalyfin höfðu í för með sér á sínum tíma. A þessum tíma þótti mér heldur ekki auðvelt að þurfa stöðu minnar vegna að koma fram í fjölmiðlum og vara fólk við þessum „hræðilega" sjúkdómi og afleið- ingum hans, en þurfa síðan að horfast í augu við sjúk- linginn sjálfan og snúa þá blaðinu við og segja: „Þú ert nú með hiv-smit, en þetta er nú ekki svo slæmt, þú getur átt mörg ár eftir.“ Því auðvitað þurfti að gefa sjúklingnum einhverja von, og svo gat þetta líka verið alveg satt því sumir lifðu í mörg ár með veiruna án þess þeir veiktust, jafnvel í 10 ár eða 20 ár.“ Eiga jafn góða lífsmöguleika og hver annar Haraldur segir að nýju lyfin hafa gert flestum hiv-smit- uðum kleift að lifa venjulegu lífi og að almennt komi þeir sjaldan á spítala nema þá til hefðbundins eftirlits. „Langflestir eru í vinnu eða skóla. Sú breyting hefur orðið að núna erum við að glíma við aukaverkanir af lyfjunum, til dænris með því að finna önnur lyf sem geta unnið á þeim. En samt er auðvitað ólíku saman að jafna að vera með sjúkdóm sem getur dregið fólk til dauða á fáum árum og því að glíma við aukaverkanir, jafnvel þótt þær séu langvarandi.“ Hverjar eru lífslíkur einstaklings sem greinist hiv-smit- aður á Islandi í dag? „Þær eru mjög góðar. Ég get ekki séð annað en að einstaklingar sem þola lyfin eigi eins góða lífsmögu- leika og hver annar. Það má þó ekki gleyma að þetta er langvarandi ástand og oft eru einhverjir erfiðleikar samfara meðferðinni. Svo er auðvitað misjafnt hvernig fólk upplifir ástand sitt og líður með það. Smitsjúk- rauði borSinn 7

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.