Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Side 14

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Side 14
um múhameðstrúarmanna og eru með aðalskrifstofu í Kuala Lumpur, höfuðbog Malasíu. Eg komst þó að því hjá þeim eins og svo mörgum öðrum er mikil bannhelgi yfir hiv- smiti og alnæmi. Þarna voru einnig mjög stórir básar frá öllum helstu lyfjafyrir- tækjum heims sem framleiða al- næmislyf. Eg spjallaði aðeins við kynningarfulltrúa Bristol-Myers Squibb sem framleiðir Sustiva (Stocrin-Efavirenz), sem reynst hef- ur mörgum hiv-jákvæðum erfitt lyf að taka inn, en það getur haft veru- lega miklar og slæmar aukaverkanir fyrir einstaka sjúklinga, meðal þeirra má nefna svefntruflanir, martraðir og jafnvel persónuieika- breytingar. Þetta lyf er, að mér skilst, eina alnæmislyfið sem hefur bein áhrif á miðtaugakerfið, en það kemur þrátt fyrir allt vel út í flest- um mælieiningum eins og vírus- magni og t-hjálparfrumum sem eru uppistaða ónæmiskerfisins. Fulltrúa lyfjafyrirtækisins þótti áhugavert að hitta einhvern milliliðalaust sem gat útlistað um virkni lyfsins, en ég er einn af þeim sem hefur gefist upp á að nota það vegna aukaverk- ana. Seinna í vikunni sá ég að ein- hverjir höfðu tekið sig til og rústað þessum bási algerlega, var það gert í mótmælaskyni við háu verðlagi lyfjaframleiðslu risanna. Onnur lyfjafyrirtæki á ráðstefnunni fengu sum hver sömu útreið. Er skírlífi lausnin? Eg fór á fyrirlestur þar sem banda- rísk þingkona demókrata, Barbara Lee að nafni, gagnrýndi stefnu Bush Bandaríkjaforseta og banda- rískra stjórnvalda fyrir einfeldn- ingslegar og óraunhæfar tillögur um lausn alnæmisvandans. Þar hvetur Bush og stjórn hans fólk til að lifa skírlífi til að hefta útbreiðslu alnæmis, sagði Lee að það græfi undan raunhæfum tilraunum í að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Heimurinn væri samansettur af svo ólíkum menningarsvæðum að óá- byrgt væri að koma með slíkar innihaldslausar tillögur. Mikið var rætt um töfrasprotaráð Georg Bush og hans manna á göngum og sölum ráðstefnunnar. Margir vildu meina að Bush stjórnin væri með þessu að reyna að firra sig fjárhagsskuld- bindingum í alnæmismálum fram- tíðarinnar og að þeir hafi þegar dregið úr loforðum sínum til að koma til hjálpar á alþjóðlega vísu. Þykir það mikil einfeldni að tala um skírlífi þar sem menningar- heimar eru svo gjörólíkir og stór hluti íbúa þriðja heimsins sé hvorki læs né skrifandi. Sögðust margir hafa það á tilfinningunni að skila- boðin væru þau að ekki bæri að gæta bróður síns, heldur ætti hver að vera sjálfum sér næstur. Hljómar þetta ekki orðið kunnuglega í nú- tímasamfélagi? Microbicide - nýjar leið- ir í forvörnum? Hiv-drepandi efni (mirobicide) voru til umræðu á ráðstefnunni. Möguleiki á að koma þeim fyrir í kremi, geli, hring eða svampi sem síðan væri hægt að koma fyrir í sköpum eða endaþarmi hefur verið til umræðu um nokkurt skeið. Þó að rannsóknir á microbicide séu töluvert langt á veg komnar, á eftir að þróa hugmyndina verulega og vantar mikla fjármuni til áfram- haldandi tilrauna. Rætt var um að þetta gæti orðið að veruleika og komist á markaðinn árið 2009. Að- ferðir þessar yrðu þó aldrei 100% vörn, ekki fremur en smokkurinn. Það kom fram hjá talsmönnum fyr- irtækja sem að rannsóknunum standa að með slíkum aðferðum gætu konur haft meiri möguleika til að verja sig smiti og þá sérstak- lega í þeim heimshlutum þar sem karlmenn ráða miklu um það hvort öruggt kynlíf er stundað eður ei. Lokaathöfnin A lokaathöfn ráðstefnunnar voru samþykktar margar ályktanir og ótal loforð gefin. Ábyrgðinni á áframhaldandi þróun og framför- um í alnæmismálum var vísað jafnt til einstaklinga, félagasamtaka, stofnana og ekki síst ráðamanna í þeim löndum sem hafa efnahags- lega yftrburði til að geta komið þeim fátækari til hjálpar. Fram- tíðarýn þessarar fimmtándu al- næmisráðstefnu var að tengja sam- an samfélag og vísindi til að örva viðbrögð heimsins við hiv-smiti og alnæmi með auknum sameiginleg- um skuldbindingum og ábyrgðar- skyldu þjóðarleiðtoga. Tíminn á að sjálfsögðu eftir að leiða í ljós hvort efndir verði í samræmi við loforð, nú sem fyrr. Tilkynnt var að næsta ráðstefna yrði haldin í Toronto í Kanada árið 2006 og tóku fulltrúar þaðan form- lega við hlutverkinu ásamt árnaðar- óskum frá Taílendingum. I lokin tók hin heimsfræga söng- kona Dionne Warwick nokkur af sínum þekktustu lögum við mikinn fögnuð áheyrenda. í lokin • Stœrstur hluti hiv-smitaðra veit ekki um smitið. • Átta þúsund einstaklingar deyja daglega afvöldum alnæmis. • Sérfræðingar vara við þeirri staðreynd að markviss leit að hiv-smiti hefur ekki verið hrundið í framkvœmd á heims- vísu. • Að minnsta kosti sex milljónir hiv-smitaðra og alnœmisjúkra þurfa á lyfjameðferð að halda. • Sameinuðu þjóðirnar ráðgera að veita þremur milljónum manna aðgengi að lyfameðferð fyrir árslok 2005. Jón Helgi Císlason 14 rauði borðinn

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.