Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Qupperneq 16
Hiv-smit flæðir yfir
Rússland
Á dæmigerðum gráum morgni í maí virðist
Krasnoselski-hverfið í St. Pétursborg drungalegt og
eyðilegt. Skammt frá mikilli umferðargötu standa
mörg stór og litlaus fjölbýlishús þar sem býr tekju-
lítið fólk, þau minna einna helst á varðturna þarna
sem þau eru í hrjóstrugu borgarlandslaginu, þar
sem sorp er úti um allt.
Það blæs köldu inn frá Eystrasalti og fáir á vappi ut-
andyra. Samt hafa nokkrir safnast saman við sendibíl
sem hefur verið lagt í hliðargötu og eru að reykja og
spjalla saman áður en þeir fara inn í bílinn.
I bílnum er færanleg læknastofa á vegum félags sem
tengist samtökunum Læknar án landamæra.
Bíllinn kemur hingað síðdegis hvern dag. A tveimur
stöðum í borginni eru hreinar sprautunálar látnar í
staðinn íyrir óhreinar nálar sem er skilað inn. Þetta er
talin framsæknasta aðgerð í Rússlandi til að berjast við
alnæmi. Fljótlega eftir að bíllinn kemur þyrpist fólk að
úr nálægum húsum.
Inni í bílnum er svo þröngt að læknar og hjúkrunar-
fólk verða að draga að sér fæturna til að hleypa fólki
framhjá. Flestir komumenn fara að litlum glugga þar
sem þeir segja skírnarnafnið og skipst er á nálum. I
þessu verkefni eru látnar af hendi 230.000 nýjar nálar
og 98% af þeim eru í skiptum fyrir gamlar.
Verkefnið er meðal 43 slíkra í Rússlandi og 11 lönd-
um í Samveldi sjálfstæðra ríkja. Þau eru kostuð af ýms-
um erlendum stofnunum.
Brú yfir til lífsins
Inni í bílnum fara þeir sem koma í íyrsta sinn í skoðun
hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi. Þar er veitt ráðgjöf
um hiv-smit, berkla og lifrarbólgu og próf tekin.
Margir eru smitaðir af öllum þremur sjúkdómunum.
Þeir fara með tilvísun í höndunum til að fá endur-
tekna skoðun á alnæmisstofnun borgarinnar eða sér-
deild íyrir alnæmi á Botkin-sjúkrahúsinu. Sumum er
vísað á berklasjúkrahús til þess að fara í röntgen-
myndatöku eða meðferð og á kynsjúkdómadeild til
þess að fá meðferð vegna þeirra eða meðgöngu.
Þeim konum fjölgar sem eru með barni og aldur
þeirra fer lækkandi og þær hafa fæstar aðgang að
mæðraskoðun. Þjónustan sem er veitt í verkefninu er
ekki full læknishjálp en myndar brú á milli þeirra sem
eru í hiv-áhættuhópum og aðgerðalítils heilbrigðiskerf-
is Rússlands.
„Hér er fyrst og fremst nálaskiptistaður", segir Alex-
ander Tsekhanovitch yfirmaður verkefnisins, „en okk-
ur er ljóst að hér er mikil þörf fyrir aðstoð og með-
ferð.“
„Við lítum ekki á verkefnið sem sjúkrahúsþjónustu
né sjúkrabílsþjónustu. Það er stökksteinn á milli lífsins
eins og það er á götunni og heilbrigðisþjónustu borg-
arinnar. Við komum fólki í samband - sjúklingum og
læknum. Áður en við byrjuðum var ekkert samband á
milli opinberu þjónustunnar og fólksins sem er í
verstri stöðu. En það verður að viðurkennast að það
sem við gerum er hvergi nærri nóg.“
Margir skjólstæðingar búa á götunni og þurfa margs
konar aðstoð, mat, atvinnu og húsnæði. Efst á verk-
efnalistanum er fíkniefnameðferð en henni er afar áfátt
í Rússlandi. Það er bannað að nota meþadon og end-
urhæfmgarstöðvar eru afar fáar.
Flestir sprauta skjólstæðingarnir sig með heróíni og
margir eru langt leiddir. Eins og vændisfólkið forðast
þeir öll tengsl við allt sem tengist hinu opinbera, svo
sem heilbrigðisþjónustu, því þeir óttast handtöku og
misrétti - ckki að ástæðulausu, eftir því sem Tsek-
hanovitsch segir.
„Yflrleitt eru fíkniefnaneytendur afar illa séðir“, segir
hann. „Reglan er sú að læsa þá inni. Það á líka við um
vændisfólkið. Nú bætist hiv-veiran í þessa blöndu.
Mér er illa við að segja það en mjög margir vildu helst
af öllu að þetta fólk dæi, allt með tölu.“
Dómsdagsspóin rætist
Áætlanir um varnir gegn hiv/alnæmi voru ekki hafnar
fyrr en 1999 og það voru tímamót að sögn embættis-
manna í heilbrigðiskerfinu. Síðan þá hefur orðið alger
sprenging í útbreiðslu hans og fjöldi smitaðara meira
en tvöfaldast á hverju ári.
Fram til þessa hafa langflestir smitaðir verið fíkni-
efnaneytendur og vændisfólk sem oftst hefur hafið
vændi til að afla fjár til vímuefnakaupa. I víðáttumesta
landi heims þar sem 143 milljónir manna búa nota
tvær milljónir eiturlyf. Margir lenda í fangelsi og þar er
skylda að prófa fyrir hiv-smiti.
Nú eru 900.000 fangar í Rússlandi og 37.000 þeirra
eru hiv-jákvæðir. Þegar fangar eru látnir lausir hafa
16 rauði borðinn