Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Page 18

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Page 18
Fáir njóta meðferðar Meðferð við hiv er ókeypis í Rússlandi fyrir þá sem eiga rétt á henni en á henni eru miklar hömlur. Hún er eingöngu veitt á alnæmismiðstöðvum borgar eða héraðs. I Moskvu og St. Pétursborg þarf að framvísa vottorði um lögheimili í borginni til þess að fá ókeypis hiv-lyf. Að sögn Pokrovskys læknis fá um 1.000 af alls 20.000 hiv-jákvæðum í Moskvu meðferð með lyfja- blöndu. Um 50 voru á biðlista. I löndum gömlu Sov- étríkjanna, öðrum en Rússlandi hlutu 10.000 af 80.000 hiv-smituðum meðferð í fyrra. „Það er ekki svo erfitt að nálgast lyfin í Moskvu,“ segir talsmaður hjálparsamtaka, „en það er það annars staðar. I borgum þar sem olíuiðnaður er og peningar í umferð eru alnæmismiðstöðvarnar betur settar og þar er hægt að fá hiv-próf og meðferð þegar þarf. I mörg- um héruðum er ekki hægt að fá hiv-próf svo að það er ekki vitað hve margir þyrftu að fá meðferð.“ Masha Gessen, sem er þekktur blaðamaður, segir: „Astandið í hiv-lyfjamálum er harmleikur og hneyksli. Aðeins lítill hluti þeirra sem þurfa þau fá þau og skil- yrðin eru að eiga lögheimili í borgunum og að neyta ekki fíkniefna. Þetta útilokar 90% þeirra sem þurfa á lyfjum að halda.“ Gessen á vin sem býr í Moskvu án þess að hafa búsetuleyfi. Hann óskaði eftir lyfjameð- ferð þar og var þá hótað að vera vísað úr borginni.“ Reyndin er sú að fjöldi hiv-smitaðra sirur í fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Þar er ekki veitt meðferð nema þar sem útlendar stofnanir koma að. „Eg óttast að þúsundir ungmenna sem hafa smitast á liðnum þremur eða fimm árum deyi fljótlega, á allra næstu árum,“ segir Gennady Roshupkin, framámaður í alnæmisbaráttunni í Rússlandi. „Mörgum þeirra geta hiv-sérfræðingar ekki hjálpað.“ Þrýstingur baráttumanna Á liðnu ári hefur ástandið skánað nokkuð fyrir tilstilli frjálsra félagasamtaka, Alnæmisstofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Verið er að koma á fót ráðgjafarráði um hiv og alnæmi sem félög hiv-jákvæðra eiga aðild að og nýlega var haldin ráðstefna baráttumanna gegn hiv og alnæmi í Minsk í Hvíta-Rússlandi með þátttöku frá löndum fyrrum Sovétríkjanna og með stuðningi erlendra stofnana. Á ráðstefnunni var rætt um hindrarnir við upplýsingar um meðferð og aðgang að henni. Rússar hafa nýlega þegið lán hjá Alþjóðabankanum, 50 milljónir bandaríkjadala til aðgerða gegn hiv og al- næmi og 100 milljónir til baráttunnar gegn berklum. Fénu á meðal annars að verja til upplýsingaátaks. Meðferð á frumstigi Kostnaður við meðferð er meiri háttar tálmi. Ríkið framleiðir tvö lyf, AZT og innlenda afleiðu af AZT. Það hefur skráð 12 vörumerkjalyf. Með fjárstyrkjum frá útlöndum væri Rússum kleift að framleiða ódýrari effirgerðir vestrænna lyfja en bar- áttumennirnir óttast að það verði ekki gert því að Rússar eru að gerast aðili að Alþjóðaviðskiptastofnun- inni og vilja ekki styggja eigendur vörumerkjalyfja. Önnur hindrun fyrir meðferð er bágt ástand heil- brigðiskerfisins. Hiv-próf er skylda fyrir fanga, vanfær- ar konur, blóðgjafa, hermenn og þá sem fara í skurðað- gerð, en er iðulega tekið af öðrum sem leita til læknis, oft án samþykkis. Opinberlega á að heita að á alnæmismiðstöðvunum leiti menn sjálfviljugir eftir hiv-prófum og ráðgjöf en eftir því sem Gessen segir stenst það ekki. Það er sama hvað ríkið segir, réttindi fólks með hiv njóta engrar verndar, enda er það flest fíkniefnaneytendur og vænd- isfólk. Gleymum því!“ Margir Rússar eru með skylduaðild að sjúkrasamlagi og eiga að fá ókeypis meðferð á sjúkrahúsum. Smit- sjúkdómar eins og berklar og kynsjúkdómar eru með- höndlaðir á sérstökum stofnunum. Þar sem margir sem eru hiv-smitaðir eru líka smitaðir af berklum, kynsjúkdómum og lifrarbólgu verður meðferð oft ósamhæfð. Þeir sem losna úr fangelsi og eru smitaðir fá yfirleitt litla aðstoð og endurhæfingu og koma iðu- lega ekki til eftirlits vegna þess að ekki er staðið nægi- lega vel að útskrift. Börnin Lýðveldisspítalinn er um klukkutíma akstursleið frá úthverfi borgarinnar. Þar býðst göngudeildarþjónuasta og þrjár deildir eru fyrir börn með hiv. Þar á meðal er hópur barna, sem upphaflega voru um 270 og höfðu smitast á barnasjúkrahúsum árið 1989 af smituðu blóði og tækjum. Helmingur barnanna er nú dáinn. Hin börnin fóru að fá lyfið AZT árið 1991 og síðar tveggja lyíja blöndu og nú þriggja. Eitt hundrað af 130 börnum sem eftir lifa fá nú meðferð. Sum börnin hafa átt heima á sjúkrahúsi alla ævi. „Börnin eru mjög lítil þegar við byrjum meðferð en þau vaxa hratt,“ segir Jevgeny Voronin læknir, sem er sterkur málsvari hiv-smitaðra barna. En útthaldið er helsta vandamálið fyrir börnin og þau sem annast þau. „Þegar barn er orðið þreytt á sálinni vill það kraftaverk - eina töflu og að svo verði kraftaverk. Það er mjög erfitt.“ Þýtt úr amfAR Treatment Insider: Cuðni Baldursson 18 rauði borðinn

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.