Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Page 19

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Page 19
Fræðslu- og forvarnarverkefni í biðstöðu Á vegum Alnæmissamtakanna hefur verið unnið að því að undanförnu aö skipuleggja fræðslu- og forvarnarstarf í grunnskólum landsins, ámóta því sem lagt var í skólaárið 2002-2003. Þann vetur heimsóttu fræðslufulltrúar Alnæmissamtakanna alla 9. og 10. bekki í grunnskólum og náði fræðslan til ríflega níu þúsund nemenda! Landlæknisembættið, sem styrkti verkefnið á mjög myndarlegan hátt, hefur heitið ámóta stuðningi við fyrirhugað fræðslustarf. Hins vegar hafa mál skipast á þann veg að starf í grunnskólum lá niðri vikum saman. Vegna þessa er fræðslu- og forvarnarverkefni Alnæmissamtak- anna í biðstöðu, en vonandi rætist úr málum þannig að hægt verði að hefjast handa með hækkandi sól. Núverandi nemendur 9. og 10. bekkja hafa ekki notið fræðslu frá Alnæmissamtökunum, utan í einstaka undantekningartilvikum, og það væri mjög miður ef útkoman yrði sú að fresta þyrfti framkvæmd til næsta skólaárs. EN ekki er öll von úti enn! Birna Þórðardóttir formaður Alnæmissamtakanna Forvarnarvika FB Forvarnarvika Fjölbrautaskólans í Breiðholti var haldin dagana 18.-22. október sl. Það var mikið um að vera alla vikuna en aðal- dagurinn var fimmtudagurinn 21. október. Þá fengum við fyrirlesara úr ýmsum áttum, þar á meðal fengum við fyrirlestur um hiv og alnæmi. Sá fyrirlestur var langbest sóttur, en hann sóttu tæplega 200 manns. Ingi Rafn Hauksson, for- varnarfulltrúi Alnæmissamtakanna, hélt fyrir- lesturinn og var hann einstaklega áhugaverður og gefandi. Nemendurnir höfðu mikinn áhuga og spurðu margra spurninga. Við dreifðum alnæmisbæklingum frá Land- læknisembættinu á fyrirlestrinum og svo smokk- um, sem við fengum gefins hjá Durex umboð- inu. Einnig seldum við Rauða borðann, merki Alnæmissamtakanna, alla vikuna, og voru und- irtektirnar miklu betri en vonast var eftir. Við seldum merki fyrir tæpar 20.000 krónur, sem var okkar framlag til Alnæmissamtakanna. Fyrir hönd forvarnarnefndar i FB, jjakka ég kærlega fyrir okkur! Sigurlaug Rósa Guðjónsdóftir rauði borðinn 19

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.