Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 21
ýmsum smákvillum. Það er mjög
áhugavert hvað stúlkurnar vita
mikið um og nota allskonar hús-
ráð og hvað þær kunna að nota
ýmsar jurtir til lækninga. Þær ræða
þessa hluti mikið við hjúkrunar-
konuna, en það er mjög algengt að
lítið menntað fólk í Uganda sæki
fyrst til grasalækna áður en það fer
til læknis.
Hjá CLF er skylda að taka þátt í
tveggja tíma kennslustund dag-
lega. Menntunarstig stúlknanna er
mjög misjafnt, flestar eiga einung-
is tveggja til fjögurra ára barna-
skóla að baki, nokkrar hafa aldrei í
skóla komið og geta ekki skrifað
nafnið sitt, en ein stúlka var hjá
CLF sem var með stúdentspróf.
Þegar CLF hafði starfað í tvö ár
hafði tekist að koma öllum þeim
stúlkum í skóla sem höfðu mögu-
leika á að fara inn í skólakerfið aft-
ur. Þær stúlkur sem mest sækja til
CLF eru þær sem eiga börn, flest
hafa börnin verið átta sem komu
með mæðrum sínum, í dag eru
þau fimm. Stúlkur sem eiga börn
eiga mjög erfitt með að mennta sig
í hinu almenna skólakerfi. Algeng-
ast er að stúlku sé vísað úr skóla
um leið og það vitnast að hún er
barnshafandi. Það sem verra er er
að þá hafa þær ekki möguleika á
að fara aftur inn í almennan skóla,
skólayfirvöld vilja ekki hafa stúlk-
ur sem búnar eru að eignast börn
og segja að þær sýni slæmt for-
dæmi og hafi slæm áhrif á aðrar
stúlkur í skólanum.
Dregið hefur úr nýsmit-
un
Úganda er eitt af fáum löndum í
heiminum þar sem dregið hefur úr
nýsmiti hiv/alnæmis. Meginástæð-
an fyrir því er sú, að strax þegar al-
næmi barst til Úganda á níunda
áratugi síðustu aldar, viðurkenndu
stjórnvöld að alnæmi væri raun-
verluleiki og að sjúkdómurinn
hefði mikla útbreiðslu. Það var því
Tölvur:
Tvær um hverja tölvu, en jafn spennandi fyrir það
Edith og Edvin.
Maður þarf ekki að vera hár í loftin til að hafa gaman af tölvum
Skólastofa:
Lært að lesa og skrifa