Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Síða 26

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Síða 26
Hlustið á rödd okkarl Aþessu ári beinir Alþjóða- heilbrigðisstofnunin kröft- um sínum varðandi hiv og alnæmi að stöðu ungra stúlkna og kvenna í heiminum, undir yf- irskriftinni: Hlustið á rödd okk- ar! Það er ekki að undra að stöðu kvenna sé gefinn sérstakur gaum- ur því staðreyndir tala sínu máli. Af hverju konur? Áhrif hiv á konur hafa stöðugt ver- ið að aukast. Þær eru nú um helm- ingur þeirra sem er smitaður í heiminum. I dag eru um 17 millj- ónir kvenna á aldrinum 15-49 ára smitaðar af sjúkdómnum og hefur fjöldi þeirra sem smitast aukist verulega á undanförnum árum, eða úr 35% árið 1985 í 48% smitaðra í dag. Þetta á sérstaklega við um ungar konur, 15-24 ára, en þær eru 60% þeirra sem hafa smitast af hiv/alnæmi á undanförnum árum. Stúlkur á þessum aldri eru tvisvar til þrisvar sinnum líklegri en karlar til þess að vera með smit. I sumum löndum heims er fimm til sex sinn- um algengara að ungar stúlkur smitist af hiv en ungir menn á sama aldri. I þeim löndum þar sem mest er um smitun er yfir helming- ur stúlkna og kvenna með sjúk- dóminn. Almenn staða kvenna í mörgum samfélögum heimsins er á margan hátt veikari en karla. Þetta á við ýmsa þætti og vega þeir misþungt eftir því hvar í heiminum konur búa. Þegar konur eru smitaðar af hiv versnar staða þeirra enn frekar. Samfélagsleg staða kvenna I mörgum ríkjum heims er samfé- lagsleg staða kvenna afar bágborin ekki síst vegna mikils ójafnréttis og fátæktar. Konur hafa til dæmis oft mun lélegra aðgengi en karlar að menntun, atvinnu og eignum sam- félagsins. Staða þeirra verður því miklu viðkvæmari. Menntunar- skortur gerir þær verr upplýstar en karla um hiv/alnæmi, en sam- kvæmt rannsókn UNICEF 1998- 2003 kom fram að 80% 15-20 ára stúlkna höfðu takmarkaða þekk- ingu á hiv/alnæmi. Margar vissu ekki hvernig hiv-veiran smitast eða hvernig bæri að verja sig sjúkdómn- um. Þær vissu ekki að fólk sem lít- ur út fyrir að vera heilbrigt getur verið smitað af hiv-veirunni. Konur í fjölskyldum Margar konur, sem eru smitaðar eða eiga á hættu að smitast, hafa ekki tekið áhættu í kynlífi. Hin bága fjárhags- og félagslega staða þeirra í samfélaginu veikir getu þeirra til þess að semja um öryggi í kynlífi hvort sem um stutt sam- bönd eða hjónabönd er að ræða. Þær eiga því erfiðara með að koma í veg fyrir kynlíf, krefjast notkunar smokks og að fara fram á að þeim sé sýnt traust í fjölskyldum. A mörgum stöðum er algengt og við- urkennt að eiginmaður sé með fleiri en einni konu. Margar konur um heim allan hafa smitast af hiv af eiginmönnum sínum. Gifting verndar þær ekki gegn smiti, því rannsóknir sýna að fleiri giftar kon- ur eru smitaðar af veirunni en jafn- öldrur þeirra sem eru ógiftar. Þar sem enn eru ekki til getnaðarvarnir sem konur geta notað til þess að verja sig sjúkdómnum eru þær háð- ar samstarfi við karla um notkun smokksins. Rannsóknir sýna að ákveðin veirudrepandi smyrsl sem konur geta borið á kynfæri sín sem kynsjúkdómavörn lofa góðu, en það þarf að auka verulega fjármagn til þeirra rannsókna, eigi slík vörn að geta orðið að veruleika á næstu árum. Staða kvenna í samfélaginu og í fjölskyldunni verður oft til þess að þær eru beittar ofbeldi. Líkur á hiv- smiti eykst til muna þegar konur hafa verið beittar kynferðislegu of- beldi. I Bandaríkjunum voru konur 85% þolenda heimilisofbeldis árið 1999, samkvæmt skýrslu sérstaks eftirlitsfulltrúa Sameinuðu þjóð- anna um ofbeldi gegn konum. I öllum heiminum segja 20-50% allra stúlkna og ungra kvenna að þær hafi verið þvingaðar til fyrsta samræðis. Samkvæmt upplýsingum frá Amnesty Internadonal hefur að minnsta kosti ein af hverjum þrem- ur konum verið lamin, þvinguð til kynmaka eða misþyrmt á annan hátt, einhvern tímann á ævinni. Venjulega er gerandinn fjölskyldu- meðlimur eða einhver sem konan þekkir. Evrópuráðið hefur fullyrt að heimilisofbeldi sé helsta orsök dauða og örkumla kvenna á aldrin- um 16 til 44 ára og valdi fleiri dauðsföllum og meira heilsuleysi en krabbamein eða umferðarslys. 26 rauði boröinn

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.