Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Qupperneq 31

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Qupperneq 31
hún. Þegar fjölskylda hennar komst að því að hún hefði greinst með hiv-smit var hún rekin í litla bambushreysið til að deyja þar drottni sínum. Þá komu menn og misþyrmdu henni og kveiktu í kof- anum svo hún brenndist illa. Þegar við sóttum hana stóð fólk bara þegjandi í kringum okkur og ég veit ekki hve margir af litlu drengjunum sem léku sér þarna í rykinu voru synir hennar. Hvað halda þeir um mömmu? Hvað verður um þá? Líklega hressist hún aðeins en hún deyr í þessari viku. Það er víst. Eg ætla að fá fólk úr hjálparsam- tökunum hér til að fara aftur í þorpið. Við viljum tala við þorps- búa um þetta mál, draga úr hræðslu og kenna fólki hvernig al- næmi smitast og hvernig það smit- ast alls ekki (til dæmis með jarðar- ávöxtum). Þetta þorp er alls ekki á hjara ver- aldar, það er aðeins um tíu mín- útna ferð frá sjúkrahúsum, skólum, dagblöðum og útvarpsstöðvum. Vandamálið er hreinlega ranglátur og rangur hugsunarháttur. I ferð okkar í þorpið gramdist mér margt en mest þó að þegar við bárum hana í bílinn okkar, vafda inn í teppi, tjáðu þorpsbúar okkur þakk- læti sitt hástöfum, eins og við hefð- um losað þá við þunga byrði. Faðir hennar gekk burt og prestsfrúin sagði að þetta væru laun syndarinn- ar. Ég játa að mig langaði að kyrkja hana líka. Konan átti þrjú börn og maðurinn fór frá henni. Hvar eru launin hans? Þetta var dapurlegur dagur, vinir mínir, afar dapurlegur. Faðmið börnin ykkar, haldið vinum og ætt- ingjum nálægt ykkur, gerið góðverk og umfram allt: Gerið eitthvað í al- næmismálum. Lawrence P.5. Enn hefur enginn á Goroka Base sjúkrahúsinu fengist til að líta ákonuna. Þýðing: Veturliði Guðnason VEITINGAÞJÓNU STA PÖNTUNARSÍMI 55 10 100 „Jólaplattinn í ár“ er frá J ómfrúnni Platti meá úrvals jólaréttum Pú hringfir - viá senclum rauði borðinn 31

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.