Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Síða 37
þróun í þá átt að hægja á útbreiðslu
hiv-veirunnar. Sumir sérfræðingar
halda því kröftulega fram að þessi
árangur staðfesti svo ekki verði um
villst, að lyfin gegn hiv-veirunni
vinni ekki aðeins á alnæmissjúk-
dómnum heldur dragi þau einnig
úr útbreiðslu hiv-veirunnar með
því að lækka líkurnar á smiti.
Nýjum tilfellum um smit hefur
fækkað um helming í Taiwan og
styður þessi árangur sterklega þá
röksemd að taka beri fólk til með-
ferðar fyrr en ella. Taiwönsk stjórn-
völd ráðleggja einnig breytingu á
hegðunarmynstri borgaranna, það
er ástundun öruggara kynlífs og að
sprautufíklar deili ekki sprautunál-
um með öðrum, til að minnka lík-
urnar á hiv-smiti enn frekar.
Frekari rannsóknir eru nauðsyn-
legar og skortir óyggjandi sannanir
um áhrif lyfjanna á útbreiðslu hiv-
veirunnar. Engu að síður eru þessar
niðurstöður ákaflega sterkur rök-
stuðningur fyrir því að auka eigi
magn þeirra hiv-lyfja sem gefin eru
til ríkja Afríku og þeim gert kleift
að meðhöndla smitað fólk mun
fyrr en ella, til að hefta útbreiðslu
hiv-veirunnar.
Zambía
Yfirvöld í Zambíu vonast til þess að
á næsta ári (2005) nái lyfjameðferð
til 100.000 hiv-smitaðra. Enn sem
komið er njóta aðeins 12.000 hiv-
smitaðra lyfjameðferðar, sem er
niðurgreidd að hluta til.
Nú er mögulegt að fá lyfjameð-
ferð bæði hjá ríkis- og einkareknum
sjúkrahúsum. Greiðsla fyrir með-
ferðina er 520 kr. á hvern sjúkling,
en sú upphæð stendur straum af
um það bil helming kostnaðar og
hafa zambísk stjórnvöld verið harð-
lega gagnrýnd fyrir að leggja þetta
gjald á sjúklingana. Til samanburð-
ar má geta þess að kostnaður sjúk-
linganna jafngildir vikulaunum
daglaunamanns í Zambíu.
Lyfin eru þó veitt endurgjalds-
laust til barna og þeirra sem eru
eldri en 60 ára - en síðasttaldi hóp-
urinn er aðeins örlítið brot þeirra
sem njóta lyfjameðferðar.
Ástralía
Fyrirhuguð heimsókn kardínálans
Wamala til Astralíu hefur mætt
andstöðu frá samtökum hiv-smit-
aðra kaþólikka sem eindregið styðja
notkun smokka. Sydney er meðal
þeirra staða sem heimsókn kard-
ínálans nær til en hann er virtur
meðlimur kaþólsku kirkjunnar,
sem þekkt er fyrir andstöðu sína
gegn notkun smokka.
Wamala kardínáli hefur verið
ásakaður fyrir að hafa látið hafa eft-
ir sér að enginn ætd að nota
smokka, jafnvel ekki þeir sem væru
í sambandi eða sambúð með hiv-
smituðum einstaklingum. Þessi yf-
irlýsta afstaða hefur vakið ólgu
meðal Astrala, sem margir hverjir
kæra sig lítt um að fá hann í heim-
sókn til landsins.
Mótmæli gegn heimsókninni
hafa verið skipulögð og þrýst hefur
verið á um að kaþólska kirkjan í
Astralíu hafni þessari óvinsælu og
einörðu afstöðu kardínálans gegn
smokkanotkun.
0| Kína
Öflugt átak er nú í uppsiglingu í
því héraði sem hvað verst hefur
orðið fyrir barðinu á hiv-veirunni.
Atakið beinist að því að rannsaka
og sanna hve mikið af útbreiðslu
hiv-veirunnar í héraðinu megi rekja
til blóðgjafa með smituðu blóði.
Rannsóknin mun ná til 18 borga
í Fíenanhéraði og ráðgert að hún
nái til milljón einstaklinga sem
talið er að hafi selt blóð sitt til
blóðsöfnunarstöðva í Kína. Þessar
stöðvar eru frægar af endemum fyr-
ir ófullnægjandi sóttvarnir. Niður-
stöður rannsóknarinnar rnunu von-
andi leiða í ljós raunverulegan
fjölda hiv-smitaðra og hve margir
þeirra seldu blóð gegn greiðslu, fyr-
ir árið 1995.
Opinberar skýrslur frá Henan-
héraði hafa hingað til sýnt 14.050
skráð tilfelli um hiv-smit, þar sem
einstaklingarnir smituðust eftir að
þeir seldu blóð í blóðsöfnunarátaki
sem fjármagnað var af hinu opin-
bera. Sérfræðingar telja hinsvegar
að raunverulegur fjöldi smitaðra í
Henan sé nær milljón og að tíu
sinnum fleiri séu smitaðir í Kína.
Samkvæmt opinberum gögnum
frá Kína er fjöldi hiv-smitaðra ein-
ungis 840.000 og stjórnvöld halda
því fram að einungis einn af hverj-
um fimm hafi smitast vegna blóð-
gjafa með smituðu blóði og að yfir-
gnæfandi fjölda smita megi rekja til
sprautunotkunar í tengslum við
neyslu ólöglegra vímuefna.
Ólöglegar blóðsöfnunarstöðvar
starfa ennþá í sumum hlutum
Kína, þar sem fólki er greitt fyrir
blóðgjafir og nálar og annar búnað-
ur er endurnotaður án þess að
fyllsta öryggis sé gætt. Sumar þess-
ara stöðva eru jafnvel starfræktar
innan sjúkrastofnana. Heilbrigðis-
ráðuneytið veit af ástandinu en
óvissa ríkir um hvort það grípi til
nokkurra aðgerða.
Hong Kong
Sjötíu og þrjú ný tilfelli um hiv-
smit voru greind í Hong Kong frá
apríl til júní á þessu ári. Þetta er
mikil aukning frá fyrsta ársfjórð-
ungi 2004. Flest nýju tilfellin eru
rakin til kynmaka gagnkynhneigðra
einstaklinga og einungis 16 tilfelli
eru rakin til kynmaka samkyn-
hneigðra. Einungis fjögur tilfelli
eru rakin til sprautunotkunar.
Innan við 50 tilfelli voru greind á
sama ársfjórðungi í fyrra. Nú
bregður svo við að bráðalungna-
bólgufaraldrinum er kennt um
aukninguna sökum þess að fólk
heimsótti síður heilbrigðisstofnanir
og forðaðist að vera á almannafæri
á meðan bráðalungnabólgufarald-
urinn var í hámarki.
Pýtt úr tímaritinu +ve:
Hörður Ingólfsson
rauði borðinn 37