Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Qupperneq 11
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS10
tíð – heldur töluvert ofar í landinu, austur af Lambhúshól þar sem heitir
Langarof. Nyrst á Langarofi hafði Árni bóndi fundið skálalaga tóft og aðra
hringlaga tóft nokkrum árum áður. Þjóðminjavörður friðlýsti tóftirnar
tvær í framhaldi af rannsókninni 1981. Kristjáni virðist sem það rími betur
við greftrunarhefð á Íslandi að vegalengdin milli bæjar og grafreita sé meiri
en nokkrir tugir metra eins og væri ef bæjarstæðið niðri í túninu hefði
verið samtíma kumlateignum. Vegalengdin – nokkur hundruð metrar –
milli Langarofs og kumlateigsins finnst honum sennilegri.5
Enn fann Árni bóndi ummerki kumla vorið 1982 og lét Kristján vita.
Vegna veikinda komst Kristján ekki á vettvang um sumarið og um haustið lést
hann. Þá í október fóru austur Þór Magnússon þáverandi þjóðminjavörður,
Gísli Gestsson safnvörður, Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur og Þórarinn
Eldjárn skáld. Unnið var í tvo daga en ekki tókst að ljúka rannsókninni
og fóru Þór og Sigurður aftur austur nokkrum dögum seinna og nú var
Guðrún Larsen jarðfræðingur með í för. Grafirnar voru tvær, hrosskuml
(4. kuml) og konukuml (5. kuml) og um 40 m á milli þeirra. Hausinn hafði
verið höggvinn af hrossinu, en með konunni fundust hnífur og 11 perlur.6
Guðrún Larsen lauk við að skrifa um afstöðu gjóskulaga og kumla í
Hrífunesi. Rannsóknina höfðu þau Sigurður Þórarinsson unnið saman en
hann lést árið 1983. Komast þau að þeirri niðurstöðu að allar grafirnar (kuml
1, 3, 4, 5) hafi verið teknar á um 30 ára tímabili, eftir að landnámslagið
(871±2) féll, en fyrir gosið í Eldgjá (934±2).7 Um afstöðu gjóskulaga til
barnskumlsins (2. kuml) er ekki vitað8 þar eð Hólmsáin tók það áður en
rannsókn varð við komið.
Kumlarannsókn 2011
Uppgröfturinn fór fram dagana 8.-11. ágúst 2011. Veður var stillt og hlýtt
en mikil úrkoma með uppstyttum. Þegar rannsókn hófst var hafist handa
við að hreinsa stálið, brotbakka Hólmsár. Í ljós komu tvær grjótþyrpingar,
báðar undir Eldgjárgjóskunni (E1) frá 934±2, og voru um 1,7 m á milli
þeirra. Því var brugðið á það ráð að opna tvö uppgraftarsvæði yfir þessum
þyrpingum, það nyrðra 2,6 x 3,1 m og hið syðra 2,4 x 3,9 m. Í ljós komu
tvö kuml, sem hafa fengið númerin 6 og 7 í framhaldi af kumlatali í
5 Kristján Eldjárn 1984, bls. 18-21.
6 Þór Magnússon 1984, bls. 22-25; Gísli Gestsson 1984, bls 28-29.
7 Guðrún Larsen & Sigurður Þórarinsson 1984, bls. 44.
8 Guðrún Larsen & Sigurður Þórarinsson 1984, bls. 44.