Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 14
13KUMLATEIGUR Í HRÍFUNESI Í SKAFTÁRTUNGU V
Umræða
Sennilega hefur Hólmsá verið búin að naga stærstan hluta af kumlinu þegar
það var rannsakað. Ólíklegt er að umrædd gryfja sé gröfin sjálf, þar sem
hún er tóm, en liggur undir
grjótinu í hleðslunni þannig
að ekki hefur henni verið
raskað vegna haugrofs.
Hins vegar er erfitt að segja
til um hvaða hlutverk hún
hefur haft. Ef kumlið hefur
haft sömu stefnu og 7. kuml,
austur-vestur, þá má ætla
að um 5/6 af kumlinu hafi
verið horfnir, og því ekkert
eftir af gröfinni sjálfri. Þó
er þetta mannvirki svo líkt
þeim kumlum sem grafin
hafa verið upp í Hrífunesi til
þessa að það er engin ástæða
til þess að efast um að þetta
hafi verið kuml. Engin bein
eða gripir fundust í kumlinu
en við hreinsun á stálinu
komu í ljós tveir lausfundnir
gripir sem hugsanlega eiga
uppruna sinn í því. Ef svo
er, þá bendir það til þess að líklegra sé að maður hafi legið í kumlinu en
hestur.
Lausfundnir gripir við 6. kuml
1. Lítið brýni, nú brotið í þrjá hluta sem falla saman en þó vantar
í það. Það er líkt þeim brýnum sem fólk bar á sér, t.d. í þveng
við belti sér. Slík brýni voru notuð til að brýna smáverkfæri, sbr.
nálabrýni. Þar sem ekki er gat á brýninu hefur það sennilega verið
borið í pyngju, e.t.v. ásamt öðrum persónulegum munum. Brýnið
er ferhyrnt í þverskurði og dregst að sér til annars enda. Það er slitið
á öllum hliðum, endar þess eru fremur grófir en þverskornir. Lengd
er 6,9 mm, breidd 12 mm, þykkt 9 mm. Þyngd 10,5 g. Brýnið er
6. kuml eftir uppgröft (horft í norður). Sjá má gryfjuna og stoðarholur.
Ljósmynd: Hildur Gestsdóttir.