Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 15
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS14
innf lutt frá Noregi, ljósgrátt af Eidsborg gerð. Til er brýni svipaðrar
gerðar og ber það númerið Þjms. 1964-111. Það fannst í Vatnsdal
(Patreksfjarðarhreppi) og er smátt, án gats eða grófa fyrir þveng.11
2. Óunninn, straumf lögóttur, ílangur og ávalur blágrýtissteinn
(þóleit). Sennilega vatnssorfinn, dökkblágrár á lit og dulkornóttur
(mjög fínkornóttur). Ekki skýr merki um díla eða blöðrur. Um 12
greinilegar grófir eru á annarri hliðinni með 2-4 mm í milli. Lengd
48 mm, breidd 26 mm og þykkt 15 mm. Þyngd 23,2 g. Hefur
sennilega verið lagður í kumlið vegna sérstaks útlits.
7. kuml
Lýsing
Rétt tæpa 2 m norðnorðaustan við 6. kuml var annað kuml, kuml
7. Einföld steinaröð afmarkaði gröfina. Grjótið myndaði rúnnaðan
ferhyrning sem var 1,7 x 2,8 m austur-vestur á lengdina en Hólmsáin hafði
étið suðausturhornið. Dálítið af grjóti hafði hrunið úr hleðslunni, trúlega
eitthvað af því áður en Eldgjárgjóskan (E1) féll, en einnig vegna ágangs
Hólmsárinnar. Yfir og innan við grjóthleðsluna var hlaðinn torfhaugur
með landnámsgjósku (871±2), um 30 cm þykkur. Ofan í miðjan hauginn
var niðurgröftur - skurður - sem hefur verið grafinn ofan í kumlið eftir að
haugurinn var hlaðinn. Sá skurður var 0,6 x 1,7 m og 80 cm á dýpt, með
sömu stefnu og torfhaugurinn sjálfur, austur-vestur. Þessi skurður var með
nokkuð lóðréttum hliðum og f lötum botni. Fyllingin í honum var tvískipt:
Efri fyllingin var 80 cm þykk, að mestu svört gjóska, Eldgjá 934±2 (E1), en
þó lítillega blönduð mold, sem sennilega hefur hrunið úr hliðum skurðarins.
Helst virðist sem skurðurinn hafi staðið opinn þegar gjóskan féll og hafi
hún fyllt upp í hann og blandast þá hruni úr skurðarbarminum. Neðri
fyllingin var mold blönduð mjög grófri, svartri forsögulegri gjósku (E2)
og er hún að öllum líkindum leifar af upprunalegri fyllingu grafarinnar,
sem þó hafði verið hreyfð þegar haugurinn var rofinn. Neðri fyllingin var
þykkust í austurenda skurðarins og þar í lágu allar þær mannabeinaleifar
sem fundust í kumlinu. Voru þær hreyfðar úr stað og leit helst út fyrir að
moldinni með beinunum hafi verið rutt til þegar hróf lað var við gröfinni.
Neðri fyllingin var mest um 30 cm þykk.
Eftir því sem rannsókninni vatt fram og farið var neðar kom í ljós að
11 Kristján Eldjárn 2000, bls. 118.