Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 21
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS20
brota, alls sjö, og f leiri vantar til að hann sé heill. Þar á meðal
vantar stórt stykki í efri hluta og því er ekki alveg ljóst hvernig
efri hlutinn hefur verið. Mesta þvermálið er við botninn sem er
sléttur. Snældusnúðurinn er af tegund A í gerðfræði snældusnúða
frá Bryggjunni í Björgvin, Noregi.19 Þykkt 21 mm, þvermál
46,5 mm. Þyngd 38,9 g. Steinsnúðar af gerð A eru algengustu
snældusnúðarnir í gripasafninu frá Björgvin, og reyndar líka í
safninu frá Jórvík á Englandi.20 Þvermál Hrífunessnúðarins er í
stærra lagi (þvermálsmeðaltal gerðar A í Björgvin er 30,4 mm) en
þykktin sambærileg við þykkustu A-tegundar steinana. Einnig er
Hrífunessnúðurinn þungur sé miðað við snúðana frá Björgvin, það
19 Øye 1988, bls. 39-40.
20 Walton Rogers 1997, bls. 1736.
Snældusnúður úr rauðum íslenskum sandsteini (7), innflutt brýni með purpurlitum blæ (6), brot af Þórshamarshring
sem er einstakur gripur í vesturhluta hins norræna menningarsvæðis (8). Perlur, talið frá vinstri: Glerperla með leifum
af silfuráferð og járnlykkju (13b), rafperla (13a), blásin glerperla sennilega úr litlausu gleri (11) og tærð snúin glerperla
(12). Þvermál snældusnúðsins er mest 4,65 cm. Ljósmynd: Guðrún Alda Gísladóttir.