Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Blaðsíða 23
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS22
Járnbaugsbrotinu frá Hrífunesi má með réttu bæta við
þá eftirtektarverðu gripi sem bera austurnorrænan
svip vegna gerðar og skreytis og gerir Kristján Eldjárn
þessa sænskættuðu gripi að umræðuefni í kumlatali
sínu. Þeir eru meðal annars sverð og döggskór frá
Hafurbjarnarstöðum, sverð frá Hrafnkelsdal, döggskór
frá Lundi í Fnjóskadal, döggskór frá Tannstaðabakka,
gull- og silfurhnappar frá Kápu, fjögur spjót af G- og
H- gerð og kringlóttu nælurnar frá Vaði og Gaut-
löndum.30 Við þessa upp talningu má einnig bæta
kringlóttri nælu úr kumli á Litlu-Núpum í Aðaldal.31
Járnbaugar hafa aðallega fundist í gröfum sem hafa
verið aldursgreindar til 9.-10. aldar32 og virðast
sterklega tengjast trú á Þór.33
9. Tólf litlir járnnaglar eða tittir, sem hafa haldið
saman kambi og eru beinaleifar áfastar sumum
þeirra. Fimm naglar eru heilir og er lengd þeirra:
11; 11,5; 12,5; 13 og 14 mm. Sjö naglar eru brotnir
í annan endann. Að auki eru fimm járnbrot
ógreinanleg og afar illa ryðguð og óvíst hvort þau
fylgi kambsnöglunum. Heildarþyngd 6,4 g.
10. Tveir gripir sem fundust saman eru skráðir undir
þessu númeri 10a og 10b:
a. Tvö járnstykki, eða járnbönd, sem falla saman og
hafa verið utan um lífrænt efni, leður, bein eða tré.
Sjá má leifar af tveimur nöglum við báða enda járn-
bandsins. Annað bandið er greinilega brotið en hitt er
of illa varðveitt til að hægt sé að sjá hvort það sé heilt
eða brotið. Böndin tvö virðast falla saman til endanna
en vera í sundur um miðbik gripsins og er opið mest
um 5-6 mm. Lengd 62 mm, breidd 19 mm og þykkt
5-7 mm - 15 mm. Þyngd 12,3 g.
30 Kristján Eldjárn 2000, bls. 481-484.
31 Guðrún Alda Gísladóttir 2012, bls. 85.
32 Gräslund 2008, bls. 254.
33 Fuglesang 1989, bls. 16.
Naglar úr kambinum. Kamburinn hefur verið járnnegldur líkt og aðrir
kumlfundnir kambar hér á landi (9). Lengsti naglinn er um 14 mm á lengd.
Ljósmynd: Guðrún Alda Gísladóttir.