Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 26
25KUMLATEIGUR Í HRÍFUNESI Í SKAFTÁRTUNGU V
af heildarfjölda.38 Samkvæmt tímatali Callmers finnast perlur af
þessari gerð alla víkingaöld en líkt og með perlu HRN11-11 var
perlan líklega ekki framleidd í Skandinavíu heldur á suðlægari
slóðum, mögulega á Miðjarðarhafssvæðinu austanverðu.39 Rétt
er að vekja sérstaka athygli á því stykki sem gengur út frá enda
perlunnar og líkist járnleifum. Þær ganga út úr endanum og kunna
að hafa verið einhvers konar hringur eða lykkja en þá er talsvert
brotið af henni. Úr lykkjunni gengur svo mjór spíss eða oddur.
Járnið er um 0,8 cm á lengd. Ekki er óalgengt að málmgripir eða
-lykkjur finnist ásamt perlum í kumlum og eru slíkir gripir tengdir
perlufestum í um fjórðungi allra perlukumla. Líklegt er reyndar að
hlutfall slíkra málmgripa kunni að vera enn hærra þar sem hluti af
þeim perlukumlum þar sem engir slíkir gripir fundust voru annað
hvort rænd eða fundir skiluðu sér illa á safn. Nokkur tilfelli eru
þekkt hér á landi þar sem stök perla, sem ýmist var ein í kumlinu
eða var frábrugðin öðrum perlum í stærð og/eða efni, var þrædd
upp á hringlaga vír.40 Í slíkum tilfellum er þó vírinn alltaf þræddur
í gegnum perluna en sú er ekki raunin með perluna frá Hrífunesi
heldur gengur lykkjubúturinn út frá enda perlunnar. Nærtækasta
skýringin kann að vera að þetta hafi verið einhvers konar hespa á
perlufestinni sem hafi verið fest við glerperluna með þræði sem hafi
svo eyðst með tímanum og járnið ryðgað fast við perluna.
14. Perla úr íslensku basalti, grá að lit með ljósum holufyllingum sem
er sennilega zeólít og ef til vill kalkspat auk einnar eða tveggja
kvarsfyllinga. Perlan virðist helst hafa verið fimmhyrnd en þá hefur
ein hlið hennar brotnað af þegar tilraun var gerð til að bora gat á
hana. Hið meinta brotsár er þó mjög máð og rúnnað. Opið sem kann
að hafa brotið perluna sést enn en hið eiginlega gat/op er á perlunni
miðri og virðist það hafa verið borað frá báðum endum en er vel
gert og jafnt. Í og við opið má greina rauðleitt smit sem er mögulega
ummerki um að járn hafi legið í eða að gatinu. Vel er mögulegt
að perlan hafi verið á járnlykkju. Á öðrum enda perlunnar má sjá
rispur á tveimur stöðum. Á öðrum staðnum gengur rák frá opi og
út að brún perlunnar (um 1 mm djúp). Á öðrum stað er grynnri
rispa eða rák sem er lengri og liggur yfir allan enda perlunnar og
38 Elín Ósk Hreiðarsdóttir 2005, bindi I, bls. 97; Elín Ósk Hreiðarsdóttir 2014, bls. 139.
39 Elín Ósk Hreiðarsdóttir 2005, bindi I, bls. 174.
40 Elín Ósk Hreiðarsdóttir 2005, bindi I, bls. 108-110.