Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Qupperneq 28
27KUMLATEIGUR Í HRÍFUNESI Í SKAFTÁRTUNGU V
einiberjarunnans síðsumars eða að hausti. Hafi berið verið sett í
kumlið af ásettu ráði og þurrkað þá þegar hefur það sennilega verið
krydd og gefur ekki til kynna greftrunartíma. Hafi berið borist
ferskt í kumlið við kumlbrotið hefur sá atburður gerst síðla sumars
eða að hausti.
16. Þrír gripir eru skráðir undir þessu númeri: 16a, 16b og 16c. Þessir
gripir eru að líkindum skæri/klippur – eða tveir hnífsoddar og
hringjurammi og fer lýsing þeirra hér á eftir..
a. Hnífsoddur með áföstum viðarleifum/lífrænum leifum. Af því
sem hefur varðveist af gripnum virðist egg vera bein og bakki
sveigjast út frá oddi. Lengd 43 mm, breidd 21mm og þyngd 5,5
g.
b. Hnífsoddur í tveimur brotum sem falla saman. Bakki virðist
beinn en eggin er býsna skörðótt, og bláoddurinn er brotinn af.
Lengd 39 mm, breidd 14 mm, þykkt 5 mm. Þyngd 4 g.
c. Hringjurammi eða fjöður af skærum/klippum, D-laga eða
O-laga í þremur brotum sem falla saman. Í hringinn vantar
annaðhvort brot sem myndi loka hringjurammanum, eða að
armar klippunnar/skæranna hafi gengið þar niður. Þetta er þó
allt óljóst. Ramminn er sívalur í þversniði og er þvermál hans 8
mm. Þvermál rammans er um 53 mm. Þyngd 20,8 g.
17. Fjögur ókennileg járnbrot, smá og afar ryðguð. Tvö eru ílöng, eitt
er kengbogið og eitt er óreglulegt að formi en f latt. Gætu verið
lykkjur tengdar járnbaugnum nr. 8. Heildarþyngd 1,17 g.
18. Fimm ílöng járnbrot skráð undir þessu númeri frá 18a - 18e:
a. Sívalur teinn, beinn og mjókkar í hvassan odd, hinn endinn
brotinn. Þvermál 5 mm og lengd 36 mm, þyngd 1,3 g. Hugsanlegt
verkfæri, nál eða lítill alur?
b. Ílangt járnbrot með f lötu þversniði. Stykkið mjókkar fram í
mjúkan rúnnaðan odd en hinn endinn brotinn. Lengd 42 mm,
breidd 9 mm og þykkt 5 mm. Þyngd 2,7 g. Hugsanlega þorn?
c. Ílangt járn með f lötu þversniði, endi boginn og brotinn. 7,5x5,5
mm, þyngd 1,41 g.
d. Stuttur og digur járnklumpur. Gæti verið hluti af hringju nr. 16
en fellur ekki að. Þyngd 1,63 g, stærð 18x12x9 mm.
e. Ílangt járnbrot 34,5 mm langt, þyngd 4,4, g. Beint, en sveigist í
endann. Allir ofangreindir gripir eru brotnir og ryðgaðir.