Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 38
37RÚNARISTURNAR Á MARMARALJÓNINU FRÁ PÍREUS, NÚ Í FENEYJUM
Til að koma ekki tómhentur heim í sigurgönguna tíndi Morosini í
staðinn saman þau fjögur marmaraljón sem nú standa við D’Arsenale, voru
þau send til Feneyja og komu þangað vorið 1688 á undan aðmírálnum, öll
meira og minna sködduð eftir sjóferðina. Liggjandi ljónið var upphaf lega
við leiðina milli Aþenu og Eleusis, standandi ljónynjan var tekin við hof
Þeseusar á leiðinni að Akademíunni. Ekki er vitað hvar þriðja styttan,
liggjandi ljónynja, stóð en framan á stallinum stendur EX ATTICIS.2
Fjórða og stærsta ljónið og það sem hér verður fjallað um, stóð við höfnina
í Píreus og gæti þá hafa staðið þar í rúm tvö þúsund ár.
Ljónið er klassísk marmarastytta frá miðri 4. öld f. Kr.3 Ef til vill hefur
höfnin verið gerð eftir sigur Aþeninga á Persum við eyjuna Salamis, vestan
við Píreus 480 f. Kr., eða eftir orrustuna við Maraþon árið 490 f. Kr.
Ekki er ljóst hvort ljónið var sett þar upphaf lega eða hvort það var áður
minnisvarði sem stóð við veginn milli Aþenu og Píreus.4 Á seinni tímum
dró höfnin nafn af ljóninu og var kölluð Porto Leone, á grísku Porto
Dracos. Til er lýsing á höfninni og ljóninu frá fyrri hluta 17. aldar eftir
Tzan Polàt Moustafá5, sem var f lotaforingi súltanans Murads IV. Því miður
er sá texti ekki fyllilega varðveittur:6
… (raki?) baðhúss. Framfætur þess hvíla á loppu
…, og situr á þjóum sínum, eins og það horfi á skipin sem eru
… af hafi. Vegna mikilleika þess og sérstakrar listar …
… dýrs, nefndu þeir þessa höfn Höfn dýrsins. Og þetta skoðunarvert
… verk.
… höfn þessi rúmar 300 einstök skip. Þetta er hringlaga höfn grunn skál,
… og lokað með hliði. Höfnin er varðveitt um fimm
… og létta akkerum. Einkum Tzan Polàt Moustafá.
…
Franskur vísindaleiðangur gerði 1685 til 1687 kort af höfninni í Píreus, þar
sem ljónið er sýnt við smábryggju við norðausturströndina.7
2 Rafn 1856, bls. 76.
3 Capelle 2003, bls. 197-198
4 Rafn 1856, bls. 62-63. Capelle telur sennilegra að það hafi upphaflega verið minnisvarði.
5 Jarring 1978, bls. 3.
6 Textinn er á grísku undir ljósmynd af einni elstu teikningu af ljóninu sem til er í ATA (Antikvarisk
Topografiskt Arkiv) í Stokkhólmi, en hún er því miður klippt svo að textinn er skaddaður. Ég þakka
bróður mínum, prófessor Magnúsi Snædal, fyrir að þýða gríska textann á íslensku.
7 Rafn 1856, bls. 69.