Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Side 41
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS40
Á seinni hluta 19. aldar urðu ýmsir til að skoða risturnar og setja fram
eigin kenningar, m.a. norski fornleifafræðingurinn Ingvald Undset sem var
í Feneyjum 1882. Undset var í Feneyjum í tvo mánuði og hafði möguleika
á að skoða risturnar oft á ýmsum tímum dags – en þær eru mislæsilegar
eftir því hvernig sólarljós fellur á þær. Hann kemst að þeirri niðurstöðu
að risturnar, sem eru sín á hvorri hlið ljónsins, séu svo ólíkar að þær geti
ekki verið frá sama tíma. Hann sá einnig að ekkert af þeim nöfnum á
sögufrægum persónum sem Rafn hafði lesið, m.a. nafn Haraldar harðráða,
voru sjáanleg í ristunum. Þar að auki vantaði í texta Rafns margar auðlesnar
rúnir.12
Þrátt fyrir að Undset hafði haft tækifæri til að skoða risturnar oft og
ályktanir hans séu bæði skarpar og skynsamlegar birti hann því miður
aldrei niðurstöður sínar, en biður sænsku Vísindaademíuna (en hann var
í Feneyjum á vegum hennar) um að sjá til þess að danski teiknarinn J. T.
Hansen, sem var með honum, fengi tækifæri til að snúa aftur til Feneyja
og gera nákvæmari myndir af ristunum. Þetta var gert og teikningin af
vinstri hliðinni er nú varðveitt í ATA (Antikvarisk Topografiska Arkivet
í Stokkhólmi). Því miður virðist teikning Hansens af hægri hliðinni hafa
glatast. Teikningin af vinstri hliðinni er góð svo langt sem hún nær og ljóst
er að Erik Brate, sem síðar verður nefndur, hefur stuðst við hana við sína
túlkun. Þó er ætíð erfitt að draga áreiðanlegar ályktanir af teikningum,
sem ekki eru gerðar af rúnafróðum teiknara og því ekki hægt að treysta
þessari teikningu um vafaatriði fremur en gifsafsteypu í fullri stærð sem
gerð var um 1890 og nú stendur í fordyri Sögusafnsins í Stokkhólmi
(Statens Historiska Museum).13 Mín reynsla er að á afsteypum séu skýrar
rúnir yfirleitt auðlesnar, en þær sem erfiðara er að sjá á ristunni sjálfri verða
að mestu ósýnilegar.
Rannsóknir Eriks Brates
1913 fór sænski norrænu- og rúnafræðingurinn Erik Brate til Feneyja og
rannsakaði risturnar nokkra daga í júlí. Hann birti niðurstöður sínar í
Månadsbladet 1919. Honum tókst betur upp en fyrirrennurum sínum, enda
æfður ‘fältrunolog’ og að vissu marki hef ég staðfest niðurstöður hans. En
þrátt fyrir þá afdráttarlausu og réttu skoðun Ingvalds Undset að risturnar
12 Undset 1884, bls. 19-23.
13 Þeim sem vilja vita meira um túlkun Rafns og annarra sem fylgdu í kjölfarið er bent á grein Sven
B. F. Jansson í Nordisk Tidsskrift 1984, 1. hefti. Í henni gerir hann nákvæma og stundum gamansama
grein fyrir öllum niðurstöðum þeirra.