Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Qupperneq 48
47RÚNARISTURNAR Á MARMARALJÓNINU FRÁ PÍREUS, NÚ Í FENEYJUM
hafa þeir sennilega verið of margir til þess í helmingnum. Orðið helfningr/
helmingr, (hluti af ) hersveit, kemur nokkrum sinnum fyrir í skáldamáli, m.a.
í drápu Valgarðs á Velli um Harald harðráða sem vitnað er til í Fagurskinnu
í frásögn um væringjasveit sem Haraldur lét hengja eftir uppreisn sína gegn
keisaranum: Helmingi bauð þu hanga/hilmis kundr af stundu/skift hafe þer sva at
eftir/ero Væringjar færre.16 Tveir sænskir rúnasteinar er reistir eftir menn sem
féllu „í Yngvars helmingi“17, má því ætla að helmingr hafi almennt verið
notað um væringjasveitir á þessum tíma.
Þeir helmings menn í Píreus árétta síðan að þeir hafi rist rúnirnar og að
það sé gert til heiðurs Haursa18 með viðurnefnið bóndi enda ekki ólíklegt að
hann hafi verið bóndi heima í Svíþjóð.19
Hinar útmáðu og sködduðu rúnir á eftir Haursa bónda gætu hafa verið
jákvæð orð um hann, en það er algengt í rúnaristum, af rúnaleifunum að
dæma gæti hér hafa staðið t.d. hinn hvata eða allhvatan.
Eftir það eru ef til vill einhverjar rúnir útmáðar en sennilega endar þessi
hluti textans hér og heldur síðan áfram efst á vinstri hlið ljónsins. Fyrstu
rúnirnar eru skaddaðar en leifar þeirra sýna að fyrsta orðið er ‘réðu’ og
að fyrstu setninguna hér má ráða annað hvort réðu Svíar þetta á leion þar
sem a:ið í þita er lesið tvisvar og gert er ráð fyrir að síðustu rúnirnar hafi
brenglast en einnig má lesa: réðu Svíar þetta leonu, en sú stafsetning kemur
einu sinni fyrir í miðaldaheimildum, en þar er að vísu átt við ljónynju.20
Þykir mér fyrri skýringin sennilegri.
Sögnin ráða er hér notuð í merkingunni ‘skipuleggja, framkvæma,
undirbúa’, sbr. ráða einhverjum bana. Hún er notuð í sömu merkingu á
nokkrum rúnasteinum, m.a. á steini frá Börje-sókn vestan við Uppsali (U
913): „Sveinn réð þetta“ og á forkunnarfögrum steini nálægt Vaksala kirkju
austan við Uppsali (U 961): „Ígulfastr réð en Öpir risti.“ Yfirleitt er ekki
notuð forsetning með sögninni.
Í lokasetningunni: Féll/fórst áðr gjald vann gerva eru rúnirnar yfirleitt
skýrar nema sú síðasta, en þær standa mjög þétt og hvorki er bil milli orða né
orðaskilamerki. Í fyrsta orðinu er aðeins f-ið varðveitt, en varla getur verið
um önnur orð að ræða en þátíð af fornsænsku sögninni faras/fórs, á íslensku
16 Fagrskinna, bls. 230.
17 Ög 155 I Styrstads-sókn og 145 við Dagsbergskirkju. Um ferð Yngvars víðförla sjá Jansson 1984b,
bls. 63-70.
18 Um nafnið sjá Hellberg 1965, bls. 8-51; Peterson 2007, bls. 108.
19 Rúnasteinn á Austur-Gautlandi, Ög 94, er reistur eftir Oddlaug: „… eR byggi i Haðistaðum. Hann vaR
bondi goðr.“
20 Fritzner II. bindi, bls. 484.