Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 52
51RÚNARISTURNAR Á MARMARALJÓNINU FRÁ PÍREUS, NÚ Í FENEYJUM Alla 11. öld, og raunar bæði fyrr og síðar, sigldu galeiðurnar á gríska Eyjahafinu, oft á leið frá Miklagarði til Suður-Ítalíu eða Sikileyjar, en þar varð Býsans að heyja stöðug stríð til að halda a.m.k. einhverjum yfirráðum. Auk þess varð að halda Aröbum frá norðurströnd Afríku í skefjum en þeir gerðu stöðugar árásir á grísku eyjarnar.25 Árið 1025 gjörsigruðu Grikkir Araba frá Sikiley í mikilli sjóorrustu en þeir höfðu þá gert usla m.a. á Krít.26 Mjög sennilega hafa væringjar verið í þeirri orrustu og ekki er ósennilegt að herdeildir, væringja og annarra, hafi leitað hafnar í Píreus eftir orrustuna til að jafna sig, hlúa að særðum, gera við skipin, taka vistir og auðvitað skipta herfangi á milli sín. Hugsanlega hefur Haursi fallið, eða farist í þessari orrustu, en um það verður ekkert fullyrt.27 1031 réðust Arabar á Illiríu í núverandi Albaníu og Kerkíu (nú Korfú) við norðvesturströnd Grikklands. Væringjar gætu einnig hafa dvalið um tíma í Píreus í tengslum við þessar orrustur.28 Eins og kunnugt er kom Haraldur harðráði til Miklagarðs 1043 eða 1044 og dvaldi þar í 10 ár. Um komu hans þangað og fyrstu ár segir í 3. kaf la sögu hans í Heimskringlu: En er Haraldr hafði litla hríð verit í herinum, áðr en Væringjar þýddusk mjǫk til hans, ok fóru þeir allir saman, þegar bardagar váru. Kom þá svá, at Haraldr gerðisk hǫfðingi yfir ǫllum Væringjum. Fóru þeir Gyrgir víða um Griklandseyjar, unnu þar herskap mikinn á kussurum.29 Eins og víða kemur fram í heimildum hagnaðist Haraldur vel í Miklagarði og kemur það vel heim við það sem sagt er í rúnaristunum sænsku um þá sem skiptu gulli í Grikklandi, þótt þeir sem hlutu sömu örlög og Haursi og áttu ekki afturkvæmt til heimalandsins hafi sennilega verið miklu f leiri, enda margir rúnasteinar reistir eftir þá sem féllu suður þar. Minningarorðin um Haursa gætu að vísu verið frá dögum Haralds í Miklagarði, en það sannar að sjálfsögðu ekki að hann og félagar hans hafi verið undir stjórn Haraldar. Sennilegt er þó að margir Svíar hafi slegist í för með honum til Miklagarðs þar sem hann hafði dvalist í Svíþjóð um skeið áður en hann hélt austur og suður á bóginn. Einnig má telja víst að einhverjir Svíar 25 Sigfús Blöndal 1954, bls. 102. 26 Sigfús Blöndal 1954, bls. 115-116. 27 Sigfús Blöndal (1954, bls. 319) segir að Víga-Barði Guðmundsson, sem samkvæmt Heiðarvíga sögu „var á galeiðum við her“ eigi að hafa fallið í sjóorrustu 1025. 28 Sigfús Blöndal 1954, bls. 105. 29 Heimskringla III, bls. 71-72.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.