Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 53
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS52
hafi notað tækifærið og komið sér í skip hjá honum þegar hann strauk frá
Miklagarði, enda segir í Heimskringlu að hann hafi komið við í Sigtúnum
á heimleiðinni.30
Ristan á vinstra læri
Á vinstri hlið, á lærinu við kviðinn, er stutt rista og auðlesin:
Ekki er auðvelt að tímasetja þessar rúnir eða skera úr um hvort hér hafi
sænskir, norskir eða jafnvel danskir væringjar verið að verki. Líklegast er
að hún sé frá 11.öld, en 12. öldin kemur einnig til greina, enda sennilegt
að Norðurlandabúar hafi gengið á mála í Miklagarði þar til borgin féll í
hendur rómverskra krossfara 1204.
Í byrjun 12. aldar heimsóttu bæði konungur Dana, Erik ‘eygóði’ (1103),
og konungur Noregs, Sigurður Jórsalafari (um 1110), Miklagarðskeisara
og er sagt í heimildum að þegar þeir héldu heimleiðis hafi margir úr
fylgdarliðum þeirra orðið eftir í Miklagarði og gerst væringjar.31
Rúnasteinar voru reistir í Svíþjóð fyrstu tvo áratugi 12. aldar og drængR
er algengt orð í þessum ristum bæði í merkingunni ‘ungur maður’ og
(ungur) bardagamaður af einhverju tagi, sbr. Snorra Eddu:
Drengir heita ungir menn búlausir, meðan þeir af la sér fjár eða orðstír, þeir
fardrengir, er milli landa fara, þeir konungsdrengir, er höfðingum þjóna,
þeir ok drengir, er þjóna ríkum mönnum eða bóndum …32
Kemur sú lýsing vel heim við erindi þeirra ungu manna sem héldu til
Miklagarðs. Því má gera ráð fyrir að þeir sem kalla sig drengi í ristunni
hafi verið væringjar.
30 Heimskringla III, bls. 90-91.Grískur höfundur, Keukaumenos, hefur einnig um 1070 lýst dvöl Haralds
í Miklagarði í stuttum texta sem sýnir að höfundur þekkti Harald og var með honum í Búlgaríu.
Sigfús Blöndal birtir allan textann, sjá Sigfús Blöndal 1954, bls. 135. Textinn er einnig birtur á ensku í
mjög greinargóðri lýsingu á tíma Haralds í þjónustu keisarans í bók Davidson 1976, bls. 207-229.
31 Sigfús Blöndal 1954, bls. 207-217. Einnig má geta þess að 1151-1153 fór Rögnvaldur jarl yfir
Orkneyjum til Jórsala og gætu þá einhverjir af fylgdarmönnum hans hafa ílenst í Miklagarði.
32 Edda Snorra Sturlusonar, bls. 239.