Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 64
63RANNSÓKN RAUÐABLÁSTURSMINJA Í SKÓGUM Í FNJÓSKADAL
GUÐMUNDUR ST. SIGURÐARSON OG GUÐNÝ ZOËGA
RANNSÓKN RAUÐABLÁSTURSMINJA Í
SKÓGUM Í FNJÓSKADAL
Í landi jarðarinnar Skóga í Fnjóskadal fór fram umtalsverð vinnsla járns
úr mýrarrauða, svokallaður rauðablástur, frá lokum 10. aldar fram til
seinnihluta þeirrar þrettándu með nokkurra áratuga hléi um aldamótin
1100. Um þetta eru engar ritaðar heimildir og engar vísbendingar voru um
járnvinnslu í Skógum áður en fornleifarannsókn hófst þar árið 2011. Hins
vegar var vitað um 18 staði í Fnjóskadal og nágrenni þar sem rauðablástur
var stundaður, en yfir 130 staðir eru þekktir á landinu öllu.1 Aðeins lítill
hluti þessara staða hefur verið rannsakaður og með misítarlegum hætti, frá
prufuskurðum til heildaruppgrafta og liggja greiningar á járni, gjalli og
mýrarrauða aðeins fyrir frá hluta þeirra.2
Járnvinnsluminjarnar í Skógum eru með þeim umfangsmestu sem
grafnar hafa verið upp hérlendis og að því leyti sérstæðar að þar voru í fyrsta
sinn grafnar upp sæmilega varðveittar leifar svonefndra „rauðasmiðja“.
1 Þorkell Jóhannesson 1943, bls. 45; Margrét Hermanns-Auðardóttir og Þorbjörn Á. Friðriksson 1992,
bls. 15.
2 Meðal staða sem hafa verið rannsakaðir má auk Skóga nefna: Belgsá, Lund og Víðivelli í
Fnjóskadal (Nielsen 1926; Espelund 2004a; Espelund 2004b; Espelund 2007); Skarðssel við mynni
Bleiksmýrardals sem er einn af afdölum Fnjóskadals (Margrét Hermanns-Auðardóttir 1995, bls. 17-
22.); Granastaði í Eyjafirði (Bjarni F. Einarsson 1995); Keldudal í Skagafirði (Byggðasafn Skagfirðinga
óútgefið); Vatnsfjörð í Ísafjarðarsýslu (Vatnsfjörður 2010), Grelutóttir (Guðmundur Ólafsson
1980, bls. 63), Hrafnseyri og Auðkúlu í Arnarfirði (Margrét Hallmundsóttir, munnleg heimild
2015. Sjá einnig frétt BB.is: „Járnvinnsla og kolagröf til forna á Hrafnseyri.“); Ytri-Þorsteinsstaði
í Haukadal (Grétar Guðbergsson 2011); Háls í Borgarfirði (Smith 2005, bls. 187-206.); Hrísbrú í
Mosfellsdal (Wärmländer ofl. 2010, bls. 2286); Þórarinsstaði á Hrunamannaafrétti (Kristján Eldjárn
1948, bls. 117.); Alþingisreitinn í Reykjavík (Vala Garðarsdóttir 2010a, bls. 88, 95, 107-116; og
Vala Garðarsdóttir 2010b, viðauki V. bls. 644-647); Hrísheimar í Mývatnssveit (Hrísheimar 2003)
og Hofstaði í Mývatnssveit (McDonnell og Maclean 2009). Greiningar voru gerðar á gjalli frá
Belgsá og Lundi í Fnjóskadal og gjalli sem fannst á steðja á Skógum undir Eyjafjöllum (Buchwald
2005, bls. 332-333). Gjall, járnleifar og mýrarrauði frá Belgsá, Lundi og Víðivöllum í Fnjóskadal
auk Sandártungu var rannsakað af Arne Espelund (2003, bls. 158-161; 2007, bls. 65-67). Þá gerði
Kristín Huld Sigurðardóttir upprunarannsóknir á gjalli frá rauðablæstri og járnsmíði sem og gjalli í
smíðisgripum frá fjölda staða víðs vegar um land (2004). Auk þessa voru gerðar ítarlegar rannsóknir á
rauðablásturs- og járnsmíðaleifum frá Hofstöðum í Mývatnssveit (McDonnell og Maclean 2009).