Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 70
69RANNSÓKN RAUÐABLÁSTURSMINJA Í SKÓGUM Í FNJÓSKADAL
varðveislu og þess að ofnarnir hafa í mörgum tilfellum verið rofnir til að ná
járninu úr þeim. Tilraunir til að endurgera slíka ofna hafa þó leitt í ljós að
nóg er að hæðin sé helmingi meiri en þvermálið til að skapa þau skilyrði
sem þörf er á til járnbræðslunnar.23 Enn fremur hefur verið sýnt fram á að
oft megi nota sama ofninn oftar en einu sinni og eru vísbendingar um að
hluti þeirra ofnleifa sem grafnar hafa verið upp af fornleifafræðingum hafi
verið notaðir margsinnis.24 Á meginlandinu þar sem aðgengi að góðum
leir var fyrir hendi virðast ofnarnir yfirleitt hafa verið að öllu leyti úr leir,
en einnig þekkist að hlaðið hafi verið úr grjóti með leir á milli og látið
duga að smyrja ofnana að innan með þunnu leirlagi. Þessir ofnar gátu verið
frístandandi en sums staðar hafa þeir verið grafnir inn í náttúrulega bakka
eða hlaðið að þeim jarðvegi til þéttingar.25
Út frá heimildum sem til eru um vinnslu járns úr mýrarrauða á seinni
öldum sem og tilraunum áhugamanna og sérfræðinga á síðari árum má
segja að aðferðin við vinnslu járns úr mýrarrauða sé vel þekkt. Það er þó
alltaf ákveðið rými fyrir frávik af ýmsu tagi og misjöfn efnasamsetning í
rauðanum getur kallað á mismunandi úrlausnir.26
Í grófum dráttum fer rauðablástur þannig fram að fyrst er ofninn
hitaður til að brenna leirinn og þétta ofninn. Í framhaldi af því, einhverjum
klukkutímum eða jafnvel degi síðar, er hafist handa við rauðablásturinn.
Þá er kveikt upp aftur og ofninn fylltur upp í stromp af viðarkolum og
rauða sitt á hvað, svo er haldið áfram að bæta í ofninn eftir því sem kolin
brenna og rauðinn sígur saman og það lækkar í strompinum. Hitastiginu
er stýrt með jöfnum blæstri físibelgs eða -belgja. Nauðsynlegt er að halda
réttu hitastigi í ofninum en það þarf að vera á bilinu 1000-1300°C.27
Bræðslumark járns er töluvert hærra en stærstur hluti annarra málmtegunda
og steinda sem eru í rauðanum sem gerir það að verkum að þau skiljast frá
járninu og renna til botns í ofninum. Þessi óhreinindi setjast svo ýmist í þar
til gerða gróp í botni ofnanna eða er tappað af þeim. Þegar þessi f ljótandi
steinefni kólna og storkna verða til gjallhlemmar eða klumpar sem minna
á hraun. Í ofninum verður eftir seigur járnköggull sem taka þarf út og berja
á steini eða steðja til að hreinsa úr honum óhreinindi, gjall og kolaleifar.
23 Tylecote 1992, bls. 49.
24 Hjärthner-Holdar o.fl. 2013, bls. 28-29; Rondalez 2014, bls. 48, bls 159; Buchwald 2005:231.
25 Hjärthner-Holdar o.fl. 2013, bls. 30-33.
26 Fyrir nákvæmari umfjöllun um tæknileg atriði er járnvinnslu má benda á eftirfarandi heimildir:
McDonnell 1989, bls. 374; Rostoker og Bronson 1990, bls. 25-32, 89-91; Tylecote 1980, bls. 209-
220.
27 Tylecote 1992, bls. 48; Lyngstrøm 2008, bls. 221; Sauder og Williams 2002, bls. 124.