Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 70

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 70
69RANNSÓKN RAUÐABLÁSTURSMINJA Í SKÓGUM Í FNJÓSKADAL varðveislu og þess að ofnarnir hafa í mörgum tilfellum verið rofnir til að ná járninu úr þeim. Tilraunir til að endurgera slíka ofna hafa þó leitt í ljós að nóg er að hæðin sé helmingi meiri en þvermálið til að skapa þau skilyrði sem þörf er á til járnbræðslunnar.23 Enn fremur hefur verið sýnt fram á að oft megi nota sama ofninn oftar en einu sinni og eru vísbendingar um að hluti þeirra ofnleifa sem grafnar hafa verið upp af fornleifafræðingum hafi verið notaðir margsinnis.24 Á meginlandinu þar sem aðgengi að góðum leir var fyrir hendi virðast ofnarnir yfirleitt hafa verið að öllu leyti úr leir, en einnig þekkist að hlaðið hafi verið úr grjóti með leir á milli og látið duga að smyrja ofnana að innan með þunnu leirlagi. Þessir ofnar gátu verið frístandandi en sums staðar hafa þeir verið grafnir inn í náttúrulega bakka eða hlaðið að þeim jarðvegi til þéttingar.25 Út frá heimildum sem til eru um vinnslu járns úr mýrarrauða á seinni öldum sem og tilraunum áhugamanna og sérfræðinga á síðari árum má segja að aðferðin við vinnslu járns úr mýrarrauða sé vel þekkt. Það er þó alltaf ákveðið rými fyrir frávik af ýmsu tagi og misjöfn efnasamsetning í rauðanum getur kallað á mismunandi úrlausnir.26 Í grófum dráttum fer rauðablástur þannig fram að fyrst er ofninn hitaður til að brenna leirinn og þétta ofninn. Í framhaldi af því, einhverjum klukkutímum eða jafnvel degi síðar, er hafist handa við rauðablásturinn. Þá er kveikt upp aftur og ofninn fylltur upp í stromp af viðarkolum og rauða sitt á hvað, svo er haldið áfram að bæta í ofninn eftir því sem kolin brenna og rauðinn sígur saman og það lækkar í strompinum. Hitastiginu er stýrt með jöfnum blæstri físibelgs eða -belgja. Nauðsynlegt er að halda réttu hitastigi í ofninum en það þarf að vera á bilinu 1000-1300°C.27 Bræðslumark járns er töluvert hærra en stærstur hluti annarra málmtegunda og steinda sem eru í rauðanum sem gerir það að verkum að þau skiljast frá járninu og renna til botns í ofninum. Þessi óhreinindi setjast svo ýmist í þar til gerða gróp í botni ofnanna eða er tappað af þeim. Þegar þessi f ljótandi steinefni kólna og storkna verða til gjallhlemmar eða klumpar sem minna á hraun. Í ofninum verður eftir seigur járnköggull sem taka þarf út og berja á steini eða steðja til að hreinsa úr honum óhreinindi, gjall og kolaleifar. 23 Tylecote 1992, bls. 49. 24 Hjärthner-Holdar o.fl. 2013, bls. 28-29; Rondalez 2014, bls. 48, bls 159; Buchwald 2005:231. 25 Hjärthner-Holdar o.fl. 2013, bls. 30-33. 26 Fyrir nákvæmari umfjöllun um tæknileg atriði er járnvinnslu má benda á eftirfarandi heimildir: McDonnell 1989, bls. 374; Rostoker og Bronson 1990, bls. 25-32, 89-91; Tylecote 1980, bls. 209- 220. 27 Tylecote 1992, bls. 48; Lyngstrøm 2008, bls. 221; Sauder og Williams 2002, bls. 124.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.