Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Side 93

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Side 93
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS92 Hátt fosfórmagn í járni kemur hins vegar í veg fyrir að hægt sé að gera þetta með góðu móti. Niðurstöður Arne Espelunds á rannsóknum á járni frá Belgsá voru þær að járnið þaðan væri hart og slitsterkt og vel fallið til smíða en ekki til herslu þrátt fyrir að vera næsta laust við fosfór og brennistein.48 Hvað það er sem kemur í veg fyrir hægt sé að herða járnið frá Belgsá kemur hins vegar ekki skýrt fram. Greiningar á efniviðnum frá Skógum hafa ekki farið fram og því óvíst hvort sama eigi við um járnið þaðan, en spurningin situr eftir um hvort beinaleifarnar í gjallhaugnum séu vitni um viðleitni til að bæta eiginleika járnsins með því að auka kolefnisinnihald þess. Til að áætla hugsanlegt gjallmagn í haugnum var 50x50 cm reitur í miðju haugsins grafinn í plani og innihaldið sigtað og aðskilið. Grafið var 1m niður og því um hálfan rúmmetra að ræða. Notast var við sigti með 7x7 mm möskva og bentu niðurstöðurnar til að gjallinnihaldið væri tæplega 15% í haugnum. Sýni voru tekin með reglulegu millibili til f leytingar og nákvæmari greiningar á innihaldi haugsins en úrvinnslu þeirra er ekki lokið. Auk þessarar tilraunaholu voru öll lögin í gjallhaugnum vestan við könnunarskurðinn grafin upp eftir einingakerfinu (single context) og sýni úr hverju lagi sigtuð. Niðurstöðurnar úr því bentu til töluvert lægra gjallinnihalds eða rúmlega 10% í lögunum vestast í haugnum. Meginástæða þess er sú að næst rauðasmiðjunum voru f leiri og þykkari torfblönduð innskotslög en utar í haugnum. Miðað við þetta má gera ráð fyrir að gjallinnihaldið sé á bilinu 12-13% í heildina, en þó frekar hærra en lægra í ljósi þess að nokkur hluti gjallsins er smærri en 7x7 mm og kom því ekki fram við þessar mælingar. En samkvæmt rannsóknum Peters Crew á gjallleifum frá Bryn y Castell í Wales reyndust gjall og sindur minni en 5 mm vega um einn þriðja af heildarþyngd gjalls á staðnum.49 Þetta getur þó verið breytilegt eftir stöðum og nákvæmar mælingar á gjallinnihaldi jarðvegssýna frá Skógum hafa ekki verið gerðar þegar þetta er skrifað. Miðað við ofangreindar forsendur gæti gjallmagnið í haugnum í Skógum verið á bilinu 7,2-9,1 m3 sem er eins og fram hefur komið varlega áætlað. Algengt er að miða við að 1 rúmmetri af lausu gjalli vegi um 1 tonn.50 Mikið ber hins vegar á milli í mati fræðimanna á því hvert hlutfall gjalls kann að hafa verið á móti framleiddu járni en algengt er að sjá hlutföllin 3:1 gjall á móti járni.51 En þetta veltur hvort tveggja á hráefninu og breytilegum aðferðum við 48 Espelund 2004a, bls. 25. 49 Crew 2013. 50 Espelund 2004a, bls. 25. 51 Espelund 2004b, bls. 31.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.