Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 96
95RANNSÓKN RAUÐABLÁSTURSMINJA Í SKÓGUM Í FNJÓSKADAL
samfara ofnýtingu skóga kunni að hafa valdið eldiviðarskorti og þá hafi
verið sjálfhætt jafn eldiviðarfrekri starfsemi.61 Skóglendi í Fnjóskadal virðist
þó ekki hafa tekið að þverra verulega fyrr en á 17. og 18. öld, eins og fram
hefur komið en nýting skóglendis og forgangsröðun kann þó að hafa breyst
fyrr. Þá er ekki hægt að útiloka skort á mannaf la vegna fólksfækkunar eða
aðrar samfélagslegar breytingar og má vera að margt hafi ýtt undir þessa
þróun.
Sú mynd sem við höfum nú af útbreiðslu, umfangi og gæðum
járnframleiðslu á Íslandi á miðöldum er ákaf lega takmörkuð. Uppgröfturinn
í Skógum hefur þegar bætt miklu í þá mynd sem við höfum af ofngerðum og
byggingum sem tengjast framleiðslunni og gripir og sýni frá uppgreftrinum
eiga vafalaust enn eftir að bæta miklu við um eðli og gæði framleiðslunnar.
Fundur áður óþekkts járnvinnslustaðar af þessari stærðargráðu á svæði sem
mikið hefur verið rannsakað gefur von um að f leiri slíkir séu enn ófundnir
og skýrari mynd eigi enn eftir að fást af umfangi og útbreiðslu þessarar
sérhæfðu framleiðslu.
Heimildir
Birch, Thomas. 2011. „Assessment and evaluation of the archaeometallurgical
residues.“ Vatnsfjörður 2010 – Framvinduskýrslur, bls. 97-149. FS461-030910.
Ritstj. Karen Milek. Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík.
Bjarni F. Einarsson 1995. The settlement of Iceland: A critical approach. Granastaðir
and the Ecological Heritage. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík.
Björn Lárusson 1967. The Old Icelandic Land Registers. C. W. K. Gleerup, Lund.
Bjørnstad, R. 2013. „Forord.“ Ovnstypologi og ovnskronologi i den nordiske jernvinna.
Kristiansand: Portal forlag, bls. 5-6.
Bryndís Zoëga og Guðný Zoëga. 2006. Fornleifaskráning vegna mats á
umhverfisáhrifum jarðgangagerðar í Skógum, Fnjóskárdal. Rannsóknarskýrslur
Byggðasafns Skagfirðinga 2006/58. Sauðárkrókur.
Buchwald, Vagn F. 2005. „Iron and Steel in Ancient Times.“ Historisk-filosofiske
Skrifter 29. Det Kongelige Danske Videnskabernes Selskab. Kaupmannahöfn.
Buchwald, Vagn F. 2005. Iron and steel in ancient times. Det Kongelige Danske
Videnskabernes Selskab/The Royal Danish Academy of Sciences and Letters,
Copenhagen.
61 Espelund 2004a, bls. 23.