Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 109
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS108
um bil 60 metra hár og tiltölulega
mjór. Sum dæmin sem Stemshaug
tiltekur eru fjallsheiti og merking í
átt við ‘hvass kantur, spíss, toppur’
kemur heim við íslenska fjallsheitið
Þorfinnur því svonefnt fjall gengur
fram mót Önundarfirði í mjög
hvassri egg ofan við Þorfinnsstaði.
Vísi viðliðurinn -finnur til þessarar
sérkennandi lögunar verður varla
annað séð en að fjallið sé kennt við
Þór, en fjögur Þórfell eru kunn á
Austurlandi. Ennfremur ber að geta
Arnfinnsfjalls á Íslandi sem Stemshaug
tilgreinir og Lúðvík Kristjánsson
lýsir með svofelldum hætti: „Milli
Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar er
Arnfinnsfjall allra fjalla hæst, oftast
nefnt Finnurinn. Fjall þetta er næst
fyrir innan Fossdal, en að utanverðu
við hann eru Hvanndalabjörg. Af
sjó þurfti að hafa gætur á hvernig skýjafari háttaði á Finninum. Ef hann
kúfaði sig mátti vænta vestan- eða norðvestanáttar.“25 Nöfnin Arnfinnsfjall
og Finnurinn geta vísað til lögunar fjallstoppsins því hann er strýtulaga og
forliðurinn Arn- kann að eiga við aðsetur arnar á Finninum. Mannsnafnið
Arnfinnr kemur ekki fyrir á Íslandi fyrr en seint á fjórtándu öld samkvæmt
varðveittum ritheimildum, en nafnið var algengt í Noregi á miðöldum og
kunnugt þar þegar á tíundu öld.26 Nafnið Þorfinnr virðist aftur á móti hafa
tíðkast hér á landi og í Noregi allt frá landnámstíð.27
III. Nafnliðurinn finna í náttúrutáknandi merkingu
Ekki verður séð að Stemshaug geri ráð fyrir að einnig hafi verið til
kvenkynsorð, *finna, í sömu eða svipaðri merkingu og þeirri sem hann
tengir við karlkynsorðið finn(e) ‘hvass kantur, spíss, toppur’. Þess háttar
25 Lúðvík Kristjánsson 1983, bls. 141.
26 Dæmi um nafnið í fornum íslenskum og norskum ritheimildum eru tiltekin í Lind 1905-1915, bls.
40-42.
27 Sjá Lind 1905-15, bls. 1158-1159.
Fjallið Þorfinnur í Önundarfirði. Ljósmynd: Ingrid
Kuhlman.