Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Blaðsíða 112
111GOÐFINNA OG GUÐFINNA: UM TVÖ STRÝTUHEITI Í AKRAFJALLI
Þess má geta hér að samkvæmt Sturlubók og Hauksbók Landnámu
námu tveir bræður, Þormóðr og Ketill, allt Akranes.32 Landnám Þormóðs
var fyrir sunnan Reyni allt að Kalmansá og bjó hann þar sem nú heitir að
Innra-Hólmi. Ketill átti Akranes fyrir vestan og fyrir norðan Akrafell, frá
Reyni og til Urriðalækjar (sem hét áður fyrr Aurriðaá), en ekki er greint frá
bústað hans. Af frásögn Sturlubókar verður ekki annað séð en að bræðurnir
hafi verið norrænir, en Hauksbók segir þá hafa komið frá Írlandi og kallar
þá írska. Miðað við það sem áður sagði um staðsetningu Guðfinnu og
Goðfinnu þá eru þær sín í hvoru landnámi þeirra bræðra.
IV. Finnar og fornnorræn mannanöfn
Kvennafnið Guðfinna er talið merkja „Finna helguð goðum“33 og er
viðliðurinn rakinn til „þjóðf lokksheitisins Finnar og lýsingarorðsins
finnskur, þ.e. hin finnska“34 líkt og kvennafnið Finna og karlmannsnöfnin
Finnr (Fiðr) og Finni. Auk Guðfinnu hafa þrjú forn kvennöfn -finna í viðlið:
Dýrfinna, Þorfinna og Kolfinna.35 Fornvesturnorræn dæmi um þessi nöfn
virðast nær eingöngu bundin við Ísland og á það einnig við kvennafnið
Finna.36 Þessi kvennöfn virðast öll hafa tíðkast hér á landi á tíundu öld
eða allt frá landnámstíð, en ef þau fela í sér þjóðarheitið vísa þau tæpast
upphaf lega til íbúa Finnlands í nútímaskilningi heldur miklu frekar þeirrar
þjóðar er nefnist nú á dögum Samar eða Lappar og búið hefur í nágrenni
við norræna menn í norðurhluta Noregs og Svíþjóðar og í innhéruðum
Suður-Skandinavíu frá ómunatíð.37 Margar tilgátur hafa verið settar fram
um orðsif jar þjóðarheitisins Finnar, en þess má geta að sumir fræðimenn
eru þeirrar skoðunar að þjóðarheitið hafi að geyma sama orð og virðist
liggja að baki nafnliðnum (-)finn(-) í örnefnum þar sem ætla má að
merkingin sé ‘hvass kantur, brún, spíss, strýta, strýtulögun eða toppur’.38
Svo vill til að þjóðarheitið Lappar er þar að auki af sumum talið vera
dregið af orði um f leyglaga eða tungumyndaðar pjötlur, bjálfa eða geira
sem hafðir voru í f líkum.39 Sé skyld merking upprunaleg í þjóðarheitinu
32 Íslendingabók. Landnámbók 1968, bls. 59-61.
33 Hermann Pálsson 1981, bls. 29.
34 Guðrún Kvaran 2011, bls. 206.
35 Hér og í eftirfarandi athugunum á fornorrænum mannanöfnum er aðallega stuðst við rit Lind 1905-
1915 og 1931.
36 Lind 1905-1915, bls. 268.
37 Nielssen 2012, bls. 70. Sjá einnig Koivulehto 1995, bls. 82.
38 Koivulehto 1995, bls. 82.
39 Koivulehto 1995, bls. 83.