Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 128
127UPPHAF SKIPULEGRAR FORNLEIFASKRÁNINGAR Á ÍSLANDI
safna- og minjavörslu. Þar fór m.a. fram kynning á fornleifaskráningu og
reynt var að af la fylgis við hana meðal heimamanna.
Þó að ýmsum þætti málefnið áhugavert, voru fyrstu viðbrögð almennt
fremur neikvæð. Lítill skilningur var fyrir því að skrá „kofa“ frá síðustu öld,
og þótti slíkt bæði tíma- og peningaeyðsla, enda væri þetta alveg óvinnandi
verk vegna kostnaðar. Það reyndist því erfitt að af la þessum hugmyndum
fylgis í fyrstu og lítið var um eiginlegt skráningarstarf á næstu árum. Þrátt
fyrir mótlætið var unnið að því á bak við tjöldin að kynna áfram þessar
hugmyndir og nauðsyn þess að koma á skipulegri skráningu í landinu.
Í nokkrum sveitarfélögum þótti hugmyndin góð og fáein afmörkuð
skráningarverkefni fóru af stað með þeirra stuðningi.8
Framhald umræðu – vinnuhópar FÍS
Skráningarstarfið hafði vakið athygli nokkurra ungra fornleifafræðinema,
sem voru að snúa heim og höfðu áttað sig á því hve mikilvægt það væri að
fá yfirlit yfir fornleifar, og vildu jafnframt bæta umhverfi minjavörslunnar
í landinu. Um haustið 1981 og fram á vor 1982 voru stofnaðir fimm
vinnuhópar um minjavörslu af Félagi íslenskra safnmanna. Þeir fjölluðu um
eftirfarandi efni: Stjórn og skipulag minjaverndar;9 Framtíðarskipan þjóðfræða;10
Verndun og rannsóknir fornleifa;11 Framtíðarskipan myndverndar12 og Menntun
safnmanna og þjóðfræðinám í íslensku skólakerfi.13
Þeir sem sátu í vinnuhópunum unnu mikið sjálfboðastarf, hittust yfirleitt á
laugardögum, funduðu allan veturinn, og skiluðu af sér ítarlegum tillögum um
breytingar á gildandi þjóðminjalögum. Hópurinn sem fjallaði um verndun og
rannsóknir fornleifa tók einmitt upp mikilvægi fornleifa skráningar og lagði
m.a. til að gerð yrði skrá yfir allar fornleifar í landinu; að fornleifaskráning
skyldi fara fram á skipulagsskyldum svæðum áður en gengið væri frá skipulagi
og að fornleifar skyldu færðar inn á skipulagskort. Þar var líka lagt til að allar
fornleifar, 100 ára og eldri, skyldu vera friðhelgar, og að framkvæmdaaðilar
skyldu kosta rannsóknir á þeim, en að skráning skyldi vera á kostnað ríkisins.
Á þessum tíma voru afar fáir fornleifafræðingar til staðar hér
á landi og kom því upp sú hugmynd að reyna að fá ábúendur jarða til
8 Guðmundur Ólafsson 1996; Guðrún Sveinbjarnardóttir 1983; Guðrún Sveinbjarnardóttir, 1992.
9 Frosti F. Jóhannsson, Guðmundur Ólafsson og Gunnlaugur Haraldsson 1982.
10 Ágúst Ólafur Georgsson, Árni Björnsson o.fl. 1982.
11 Ágúst Ólafur Georgsson, Guðmundur Ólafsson o.fl. 1982.
12 Ágúst Ólafur Georgsson, Gunnlaugur Haraldsson o.fl. 1982.
13 Árni Björnsson o.fl. 1982.