Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Side 163
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS162
breytinga í íslenskri sögu og vöruf lutningum, svo og samfélags- og
efna hags legra breytinga.21 Með tilkomu gufuskipa um miðja 19. öld
komust aftur á regluleg samfélags- og menningarleg tengsl milli Íslands
og Evrópu.22 Í sinni síðustu ferð var póstskipið Phønix að f lytja, ásamt
almennum varningi, hluti sem hafa sögulegt gildi, t.d. marmaraplötu
á legstein Kristjáns Jónssonar fjallaskálds (1842-1869) og hugsanlega
persónulega muni sem tilheyrðu Jóni Sigurðssyni (1811-1879).23 Phønix lék
mikilvægt hlutverk í efnahagssögu Norður-Atlantshafsins og gæti varpað
mikilvægu ljósi á 19. aldar verslun á Norður-Atlantshafssvæðinu. Frekari
fornleifafræðilegar rannsóknir á f lakinu gætu, fyrir utan verðmæti þess
sem minjastaðar, gefið dýpri skilning á efnahag Íslands á 19. öld, m.a. með
rannsóknum á þeim vörum sem það var að f lytja til landsins.
Þó svo að meginmarkmið verkefnisins hafi verið að skrá f lakið, er
mögulegt með hjálp sögulegra heimilda að geta sér til um atburðarásina
sem leiddi til strands póstskipsins Phønix í janúar 1881 og atburðunum sem
fylgdu í kjölfarið. Lega skipsins á hafsbotninum bendir til þess að stefna þess
hafi verið í NNA þegar það steytti á skerinu. Þetta er í samræmi við ritaðar
heimildir sem segja að skipstjórinn hafi haldið stefnu upp í storminn eftir
að stórmastrið hafði verið hoggið niður.24 Það er hugsanlegt að tilgangur
skipstjórans hafi verið að sigla skipinu í strand við Syðra Skógarnes en þar
sem hann gat ekki greint skerin við sunnanvert Snæfellsnes í myrkrinu og
öldurótinu strandaði skipið um einn kílómetra frá ströndinni. Að öllum
líkindum var þetta þó lán í óláni þar sem stórt sker suðvestanmegin við
strandstaðinn veitti skipinu örlítið skjól fyrir briminu og gaf áhöfninni
tækifæri á að sjósetja björgunarbáta. Áhafnir skipa sem hafa strandað við
Íslandsstrendur í stormi hafa oft farist vegna þess að brim kom í veg fyrir
að hægt var að sjósetja björgunarbáta og áhafnir komust því ekki í land.25
Blaðagreinar frá þessum tíma benda til þess að strax eftir strandið hafi klefar
áhafnarinnar og klefar á öðru farrými í stefni skipsins fyllst af sjó. Rétt áður
en skipið var yfirgefið fylltist lestin og vélarrúmið einnig af sjó. Daginn
eftir, þegar óveðrinu slotaði, tóku menn eftir því að kjölurinn var brotinn,
lestin full af sjó og skipið sjálft klakabrynjað sem kom í veg fyrir að hægt
væri að bjarga öllum farmi skipsins. Nokkrum dögum síðar var tilkynnt að
skipið hefði runnið af skerinu og sokkið og stóð aðeins afturmastrið upp
21 Gísli Á. Gunnlaugsson 1988, bls. 4-10; Heimir Þorleifsson 2004.
22 Heimir Þorleifsson 2004, bls. 167-182.
23 Þjóðólfur 3. september 1889, bls. 167.
24 Ísafold 22. febrúar 1881, bls. 13.
25 Steinar J. Lúðvíksson 1969, bls. 58-59; Morgunblaðið 29. febrúar 1928, bls. 2.