Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Side 164
163PÓSTSKIPIÐ PHØNIX
úr sjónum.26 Fornleifaskráningin benti til þess að skipið hafi brotnað upp
þegar það sökk þar sem skuturinn liggur á stjórnborðssíðunni en miðskipið
og stefnið liggja svo til upprétt á hafsbotninum.
Fyrir utan rannsóknina á Phønix, hafa þrjár aðrar neðansjávarrannsóknir
verið gerðar á Íslandi. Sú fyrsta var skráning á f laki 17. aldar hollenskrar
f lautu (Fluyt) sem sökk í höfninni í Flatey á Breiðafirði árið 1658,27
önnur var fornleifakönnun á miðaldahöfninni við Kolkuós í Skagafirði28
og loks sónarkönnun á verslunar- og hvalveiðistöðvum við Vestfirði29.
Fornleifafræðileg reynsla og þekking á skráningu minja neðansjávar
er því lítil á Íslandi og gaf fundur f laksins af Phønix einstakt tækifæri á
að þróa þetta svið fornleifafræðinnar við íslenskar neðansjávaraðstæður.
Fornleifakönnunin sýndi að stórir hlutar skipsins hafa varðveist í 134 ár
jafnvel í þeim straumum og ölduróti sem einkennir grunnsævi. Í f lestum
tilfellum eru f lök sem sökkva á grunnsævi viðkvæmari fyrir sjávarrofi en
skip sem sökkva á meira dýpi, eða í höfnum og legum, og því meiri líkur
á að þau eyðist og hverfi.30 Neðsti hluti skipsskrokksins er best varðveittur,
grafinn í sand, og fornleifauppgröftur við framlestina svo og á svæðinu
stjórnborðsmegin, myndi án nokkurs vafa leiða f leiri fornminjar í ljós.
Við skráningu f laksins varð til reynsla sem mun nýtast við frekari
rannsóknir neðansjávar. Kuldi, sterkir straumar og lítið skyggni, svo og
sá stutti tími sem hentugur var til fornleifaskráningar höfðu mikil áhrif
á vinnuna. Vegna skyggnis og strauma gekk skráningin hægt fyrir sig og
kafarar þurftu að fara varlega til að hreyfa ekki við botnseti, annars varð
skyggni lítið sem ekkert. Hreyfanleiki sandsins á botninum var líka stöðugt
vandamál og olli því að hnitastaurar týndust á milli ára. Þrátt fyrir þessi
vandamál náðu kafarar að skrá stærstu hluta skipsins, sýnilega gripi og mest
af brakinu sem lá á hafsbotninum. Óstöðugt veðurfar var það sem helst
hafði neikvæð áhrif á framgang verksins og er nauðsynlegt að þeir sem
hyggja á neðansjávarrannsóknir í framtíðinni tileinki sér sveigjanleika til
að koma í veg fyrir að veðrátta eyðileggi framkvæmd rannsóknarverkefna.
Yfirborðsaðstæður réðu mestu um framgang skráningarinnar og þegar
vindur blés að sunnan, þ.e. af hafi, og var meira en 6 m/sek, reyndist
ógerningur að vinna að rannsókninni.
Niðurstöður fornleifakönnunar á f laki póstskipsins Phønix gefa
26 Þjóðólfur 26. febrúar 1881, bls. 17-18.
27 Bjarni F. Einarsson 1994, bls. 138.
28 Ragnheiður Traustadóttir 2011. Munnleg heimild.
29 Ragnar Edvardsson og Arnar Þór Egilsson 2012, bls. 15-28.
30 Ragnar Edvardsson og Arnar Þór Egilsson 2012, bls. 15-17.