Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 165
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS164
tilefni til ýmissa vangavelta um neðansjávarminjar við Ísland. Löng saga
skipaferða kringum landið gefur tilefni til að ætla að frekari uppgötvanir
á skipsf lökum og öðrum minjastöðum neðansjávar séu líklegar. Sé tekið
mið af niðurstöðum þessarar rannsóknar má búast við að margir þeirra séu
nógu vel varðveittir og aðgengilegir til að gera fornleifarannsóknir bæði
mögulegar og fýsilegar. Rannsóknir á skipsf lökum við Ísland geta varpað
ljósi á lítt þekktan hluta verslunarsögu Evrópu, þá sérstaklega tímabilið
1250-1700, þar sem takmarkaður aðgangur að rituðum heimildum hefur
hamlað þekkingu.
Rannsóknin varpar einnig ljósi á stöðu neðansjávarminja í minjavernd
á Íslandi. Þó svo að lög um verndun neðansjávarminja séu til er þeim
lítið sem ekkert fylgt eftir.31 Ástæður sem þar liggja að baki eru helst
reynsluleysi í neðansjávarfornleifafræði, lítil fornleifakönnun neðansjávar
og, vegna fárra rannsókna, skilningsleysi á fjölda neðansjávarminja og
mikilvægi þeirra fyrir sögu þjóðarinnar. Á sama tíma er hættan sem steðjar
að neðansjávarminjum stöðugt að aukast, t.d. vegna fiskveiða á grunnsævi,
fiskeldis, aukinnar eftirspurnar eftir hafnaraðstöðu vegna iðnaðar,
ferðamannaiðnaðar á strandsvæðum og f leira.
Þýtt og endurskrifað úr grein sem birtist í International Journal of Nautical
Archaeology (2015), 44, 1: 196-213.
Þakkir
Greinahöfundar vilja koma á framfæri þökkum til allra sem komu að
rannsókninni. Þá sérstaklega til kafaranna Leifs Þórs Þorvaldssonar, Eiríks
Ó. Jónssonar og Eggerts Magnússonar. Þakkir fá einnig Magnús Sigurðsson,
Kevin Martin, Þorvaldur Hafberg og bændurnir á Syðra-Skógarnesi,
Trausti Skúlason og Guðríður Kristjánsdóttir. Ríkislögreglustjóri fær
þakkir fyrir alla aðstoðina við vettvangsrannsóknir svo og Minjastofnun
Íslands. Verkefnið var styrkt af Fornleifasjóði og Samfélagsstyrk Landsbanka
Íslands.
31 Lög um menningarminjar 80/2012, 2. gr.