Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Síða 172
171GRIPIR ÚR ÍSLENSKA SVEITASAMFÉLAGINU Í HASLEMERE, SURREY
athygli að listrænu og táknrænu gildi sveitamenningar. Fólk úr yfirstétt
og millistétt, menntaðir borgarar, listamenn og fræðimenn mótuðu
hugmyndir og stofnuðu til aðgerða. Safnað var sögum, sögnum og
söngvum. Söfnum var komið á laggirnar og stofnað til sýninga sem gerðu
minningar sveitasamfélagsins áþreifanlegar og helgar.8 Meðal aðgerða sem
skipt hafa verulegu máli er markviss skráning og söfnun hlutkenndra minja
sveitasamfélagsins ásamt afar árangursríkri miðlun upplýsinga um hús,
búshluti og fatnað. Besta dæmið um framkvæmd af þessum toga er án
efa stofnun þjóðfræðisafnsins „Skandinavisk-ethnografiska samling“ sem
var komið á laggirnar af Svíanum Artur Hazelius (1833-1901) og opnað í
Stokkhólmi árið 1873, en frá árinu 1880 var það nefnt „Nordiska museet.“
Ennfremur stofnun útiminjasafnsins „Skansen“ sem var opnað árið 1891 á
svæði sem nefnt er Djurgården og telst nú til Stokkhólmsborgar.9 Framtak
Hazelius vakti athygli víða um lönd og á síðari hluta 19. aldar var söfnum
með álíka tilgang og markmið komið á laggirnar í nágrannalöndunum.10
The European Peasant Art Collection. Uppruni og aðsetur
Meðal safnara með svipuð áhugamál og Svíinn Artur Hazelius, þó ekki væri
sá jafn stórtækur, var enski presturinn Gerald Stanley Davies (1845-1927).
Davies gegndi stöðu umsjónarkennara („Form Master“) við Charterhouse
skólann í Godalming skammt norðan við Haslemere á árunum 1873‒1909.
Hann ferðaðist víða um Evrópu í fríum á sumrum, heimsótti mörg lönd og
kom sér á annan hátt í samband við menn í löndum sem á síðustu ára tugum
19. aldar voru lítið snert af framrás iðnvæðingar. Þeirra á meðal var Ísland. Árið
1909 taldi safn Davies um 600 gripi. Hann lét um þær mundir af skóla stjóra-
starfi í Godalming og flutti til London þar sem hann tók við stjórn Charter-
house skólans. Davies áleit safni sínu hins vegar best borgið fjarri stórborginni
London. Hann var kunnugur hugsjónamönnum sem sest höfðu að í Haslemere
og unnu þar í anda bresku list iðn að ar hreyf ing ar innar og bresku heimilis iðn-
að ar hreyfing arinnar.11 En bærinn var á þeim tíma aðsetur fleiri listamanna
og mennta manna sem leitað höfðu frá stórborgum í dreifbýli, í myndrænt
og kyrr látt umhverfi. Meðal slíkra aðfluttra í Haslemere voru hjónin Joseph
og Maude King sem settust þar að árið 1894. Systir Maude, Ethel, og maður
8 Hettne, Sörlin og Østergård 1998, bls. 255-264. Crowley 2000, bls. 44‒56.
9 Nordiska museet under 125 år 1998.
10 Sjá t.d.: Rasmussen 1966, bls. 7‒36 og Hegard 1984.
11 Haslemere Educational Museum B. Sótt 15. mars 2015 af http://www.haslemeremuseum.co.uk/
humanhistory_files/peasant-arts/Gerald-Stanley-Davies.html. Sjá einnig Shepley 2000, bls. 7‒9.