Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Page 188
187GAMLI BÆJARHÓLLINN Í DIGRANESI, KÓPAVOGI
Mynd 7. Ljósmynd af framhlið bæjarins í Digra-
nesi frá um 1900 sýnir burstabæ með fimm
burstum sem snúa fram á hlaðið.2
Mynd 8. Mynd af frambæ Digraness tekin um
1920. Þá bjuggu í bænum Jón Guðmundsson,
sem stendur á hlaðinu fæddur 1871, ásamt konu
sinni, tveim dætrum og þremur hjúum.3 Hér
hefur burstabærinn verið rifinn og ný húsa kynni
reist í staðinn úr steypu, timbri og bárujárni.
Líklega eru það leifar þessa bæjar sem voru
grafnar fram árið 1980.4
3. Herbergi sem var um 8,5x5 m að innanmáli. Tvær raðir, önnur úr tré og
hin úr grjóti, mynduðu skilrúm sem skiptu herberginu eftir endilöngu
í þrjá hluta. Syðri röðin var fótstykki úr tré en nyrðri röðin var einföld
steinaröð. Sunnan við báðar þessar raðir var hellulagt gólf. Norðan við
steinaröðina voru engir steinar og hefur gólfið þar verið moldargólf eða
timburgólf. Viðarleifar austast á þessu svæði bentu frekar til timburgólfs.
Tvær steinaraðir sem lágu í norður-suður nálægt miðju herbergisins
marka hugsanlega frekari niðurhólfun herbergisins eða bæjargöng.
4. Herbergi sem var um 3x4,5 m að innanmáli. Gólfið var að mestu hellulagt,
en í því voru tvö ferhyrnd svæði sem voru ekki hellulögð. Þau voru um
1 m í þvermál og um 1,5 m voru á milli þeirra. Í nyrðri reitnum voru
dálitlar viðarleifar. Á milli þessara svæða hlykkjaðist einföld steinaröð.
2 Myndin er fengin af heimasíðu Kópavogs http://www.kopavogur.is/thjonusta/umhverfi-og-
skipulag/umhverfismal/verndud-svaedi/baejarverndud-svaedi/.
3 Manntalsvefur Þjóðskjalasafns Íslands (www.manntal.is). Digranes 1920.
4 Myndin er fengin af heimasíðu Sögufélags Kópavogs http://vogur.is/?attachment_id=339.
Mynd 6. Grunnmynd af rústum Digraness. Strikalínan neðst
til vinstri sýnir vegg íþróttahússins. Norðurátt er til vinstri
(Digranes T-1980-118-1, G.Ó. og Á.Ó.G.).