Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 8
ÞÓRA PÉTURSDÓTTIR
GENGIÐ Á REKA
Fornleifafræði mannaldar
„Ég held þó, að mannöldin hafi hrundið af stað – og muni hrinda – gríðarlegri byltingu
ímyndunaraflsins. Í óreiðu sinni … opnar hún fyrir fremur en að loka á framsækna hugsun.“1
Inngangur
Mannöld (e. anthropocene) – nýtt jarðsögulegt tímabil í kjölfar nútíma (e.
holocene) – hefur verið ofarlega á baugi í fræðilegri umræðu síðustu ára.
Hugtakið skaut fyrst upp kollinum innan raunvísinda um síðustu aldamót,
en hefur síðan rutt sér rækilega til rúms innan hug- og félagsvísinda og
áhrifa þess gætir nú ekki síst innan fornleifafræðinnar. Töluverður fjöldi
fornleifarannsókna og fræðigreina er helgaður spurningum sem þessu
tengjast; þ.e. hvernig hugmyndin um mannöld hafi áhrif á fornleifafræðina
sem fag, en einnig með hvaða hætti fornleifafræðingar, í krafti reynslu sinnar
og sérþekkingar, geti komið að skilgreiningu, gagnaöf lun og aðgerðum
þegar áskoranir þessa nýja tímabils eru annars vegar. Nú þegar má greina
ákveðnar áherslur í þessum vangaveltum, og er áhugavert að rýna í það
hvernig tilkoma þessa fyrirbæris hefur í för með sér hvoru tveggja, ákall
eftir nýjum áherslum og ef lingu hefðbundinna hugmynda.
Þessi grein hefur að markmiði að draga fram þessa spennu, og velta upp
spurningunni um hvað fornleifafræði mannaldar hafi í för með sér. Allra
fyrst verða sögð nokkur orð um titil greinarinnar og um rekafjörur. Því
næst verður staldrað við hugtakið mannöld og greint frá því hvernig það
er til komið. Þá verður fjallað um mannöld í fornleifafræðilegu samhengi,
hvernig fornleifafræðingar hafa brugðist við og þær áherslur sem þegar er
vart. Að lokum verða þessar áherslur skoðaðar í gagnrýnu ljósi og íslenska
rekafjaran notuð sem dæmi og leiðarljós um hvernig megi með öðrum
hætti fara á fjörur við fornleifafræði mannaldar.
1 „I think, though, that the Anthropocene has administered – and will administer – a massive jolt to
the imagination. In its unsettlement ... it opens rather than foreclosing progressive thought.“ Þýðing
höfundar úr Macfarlane 2016.
GREINAR