Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 10
9GENGIÐ Á REKA – FORNLEIFAFRÆÐI MANNALDAR
öld fyrst og fremst til langlífis og óstýrileika ómennskra hluta og agna. Við
komum vissulega við sögu, og þurfum að gera margt betur í umgengni
okkar við náttúru og auðlindir. En tilurð og þróun þeirra fyrirbæra og ferla
sem nú eru taldir vísbendingar um upphaf nýrrar jarðsögulegrar aldar eru
mun f lóknari en svo að þeim verði lýst í jafn sjálf lægri nafngift og mannöld,
enda hafa margir gagnrýnt einmitt þetta.4 Gísli Pálsson, mannfræðingur,
bendir einnig á að það megi sæta furðu „að um það leyti sem fólk hefur
sannfærst um annmarka mannsins og skaðsemi, þegar trúnni á stöðugar
framfarir af manna völdum hefur verið vikið til hliðar, sjái fólk ástæðu til
að hefja homo sapiens aftur til vegs og virðingar, á „Öld mannsins““.5
Hvað sem nafngiftinni líður, og líkt og breski rithöfundurinn Robert
Macfarlane6 bendir á, felst áskorun mannaldar ekki síst í hve „ómennsk“
hún raunverulega er. Hún dregur fram verur, ferla, atbeina (e. agency) og
tíma sem stangast um margt á við hið mannlega sjónarhorn. Mannöldin er
því ekki bara áminning um okkar eigin fótspor og menningarsögu, heldur
einnig um óreiðufulla arf leifð hluta, efnismenningar og efnasambanda.
Áminning um atbeina, sambönd og rek – eða jafnvel afrek – hluta utan okkar
4 T.d. LeCain 2015.
5 Gísli Pálsson 2017.
6 Macfarlane 2016.
Reki í Finnafirði. Ljósmynd: Þóra Pétursdóttir.