Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 11
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS10
seilingar og lögsögu. Þess vegna er líka áhugavert að velta því fyrir sér með
hvaða hætti fag eins og fornleifafræði, með sterkar rætur í menningarsögu,
getur brugðist við áskorunum mannaldar. Á hún að leita í upprunann og
ræturnar, eða þarf hún að leita á önnur mið? Eru spurningar um ákveðinn
uppruna, gerð, hlutverk og aldur jafn mikilvægar í þessu samhengi? Eða
þarf að hugsa út fyrir ramma þess sem í hefðbundnum skilningi hefur talist
fornleifafræðilegt samhengi (e. context)?
Ef til vill er hvort tveggja mikilvægt. Sem sú grein hug- og félagsvísinda
sem einna mesta reynslu hefur af rannsóknum á hlutum og efnismenningu,
og á arf leifð manna í náttúru og umhverfi, er fornleifafræðin vel til þess
fallin að takast á við áskoranir mannaldar. Með því að leita innávið, í sína
eigin rótgrónu smiðju, hefur hún margt til málanna að leggja. En mannöldin
kallar líka á aðrar og óhefðbundnar nálganir, þar sem menningarsaga má sín
lítils, línulegur tími f lækist og mannskepnan þarf að víkja úr því öndvegi
sem henni hefur verið helgað. Hugleiðingar í þessa veru kvikna á vissan
hátt sjálfkrafa ef við beinum fornleifafræðilegum sjónum að fyrirbærum
og viðfangsefnum sem talin eru einkenna mannöldina. Þar má nefna
mengandi efnasambönd í andrúmslofti, geislavirkan úrgang í berggöngum,
Litríkur reki í Eidsbukta, Porsanger, Noregi. Ljósmynd: Þóra Pétursdóttir.