Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 13
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS12
í jarðfræðilegum skilningi og fótspor hennar svo djúp og umfangsmikil að
ekki verði hjá því komist að taka tillit til þeirra. Þótt endanleg skilgreining
og skjalfesting þessa nýja tímabils sé enn til umræðu8, bendir útbreiðsla
hugtaksins til þess að það sé komið til að vera. Eða líkt og kemur fram
í máli Simon Dalby9, er mannöldin orðin að meginstefi í allri orðræðu
samtímans um alvarleika ríkjandi ástands, aðgerðir og framtíðarhorfur.
Í umræðunni um ástandið hrærast ólíkar og andstæðar tilfinningar –
ótti, bölsýni, óvissa, og framfaratrú. Í einfölduðum og grófum dráttum má
skipta orðræðunni um mannöld í tvo f lokka. Annars vegar eru það þeir sem
eru fremur svartsýnir á ástandið og einblýna á yfirgang mannskepnunnar,
á eyðileggingu, mengun og óafturkræf áhrif á náttúru. Hins vegar er
það hinir sem telja að með hugviti og tækni geti mannskepnan bjargað
málum og tryggt okkur fremur „góða mannöld“. Erle Ellis10 heldur því
til að mynda fram að ekki sé ástæða til þess að líta á ástandið sem krísu,
heldur sem tímabil nýrra mannlegra tækifæra. Báðar þessar hliðar eiga þó
8 Sjá t.d. Zalasiewicz o.fl. 2011, Gibbard og Walker 2013, Edgeworth o.fl. 2015, Braje 2016.
9 Dalby, 2016, bls. 33.
10 Ellis 2012.
Sandsorfið góss af fjöru skammt frá Akranesi. Ljósmynd: Þóra Pétursdóttir.