Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 14
13GENGIÐ Á REKA – FORNLEIFAFRÆÐI MANNALDAR
oftar en ekki sammerkt að byggja á og renna stoðum undir gamalgróna
aðgreiningu milli náttúru og menningar (e. nature/culture).11 Náttúran er
í báðum tilvikum eitthvað sem við erum ekki benlínis hluti af, heldur
eitthvað sem býr þarna úti, handan menningar. Eitthvað sem í eðli sínu er
náttúrulegt, en sem við höfum tamið, ráðist gegn, eyðilagt, tapað og þurfum
nú að endurheimta og laga.
Ákveðinnar tvískiptingar gætir raunar einnig í fornleifafræðilegri
umræðu um mannöld. Annars vegar eru þær raddir sem óttast um örlög
minja, minjastaða og þjóðhátta með breyttum aðstæðum, s.s. hækkandi
sjávarmáli, lofthita og bráðnun jökla. Segja má að þessi armur umræðunnar
sé verkmiðaður og leggi megináherslu á viðbrögð og aðgerðir til björgunar
og varðveislu.12 Hins vegar eru þeir sem eru uppteknir af sérþekkingu
fornleifafræðinnar á menningarsögu og samspili manns og náttúru í
gegnum aldirnar. Þessi armur er fremur kennilega miðaður og er áhersla
lögð á mikilvægi fornleifafræðinnar sem þekkingarveitu, sem geti af lað
mikilvægra gagna og veitt innsýn sem gagnast við skilgreiningu mannaldar
og viðbrögð við henni.13 Það er fyrst og fremst þessi síðarnefndi hluti
umræðunnar sem verður til umfjöllunar hér.
Í umræðugrein um fornleifafræði og mannöld í tímariti um samtíma-
fornleifa fræði segir Matt Edgeworth að svo virðist sem einhugur ríki um
mikilvægi framlags fornleifafræðinnar, ekki aðeins í formi hugmynda og
raka heldur ekki síður með tilliti til þeirra vísbendinga sem liggi í gagna-
söfnum greinarinnar.14 Peter Mitchell kveður jafnvel fastar að orði þegar
hann talar um „fornleifafræðilega ábyrgð“, í ljósi sérstakrar stöðu og
þekkingar greinarinnar:
Few, if any, other disciplines can so successfully marshal the evidence
of human activity and that of palaeoenvironmental change or, as a
matter of course, join forces with geographers, climatologists and other
environmental scientists to understand humanity within a framework
that is at once historical and ecological, and thus able to critique Western
narratives of environmental change.15
11 Sjá til samanburðar t.d. Solli o.fl. 2011, Sullivan 2012, Clark og Hird 2014, LeCain 2015, Yusoff 2016.
12 T.d. Chapman 2003, Howard o.fl. 2005, Colette 2007, Terrill 2008, Kaslegard 2010, Sabbioni o.fl.
2010, Howard 2013.
13 T.d. Mitchell 2008, Guttman-Bond 2010, Solli o.fl. 2011, Van de Noort 2011, Hudson o.fl. 2012,
Rockman 2012, Sandweiss og Kelley 2012, Braje og Erlandson 2013, Erlandson og Braje 2013,
Edgeworth o.fl. 2014, Kintigh o.fl. 2014, Brewington o.fl. 2015, Crumley 2015, Lane 2015, Braje
o.fl. 2016, Kluiving og Hamel 2016, Lafrenz Samuels 2016.
14 Edgeworth 2014, bls. 75.
15 Mitchell 2008, bls. 1096.