Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 15
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS14
Í sama streng taka f leiri og benda á að með gögnum og aðferðum
fornleifafræðinnar megi leita dæma og skýringa í fortíð og renna þannig
sögulegum stoðum undir umræðu og aðgerðir.16 Í raun má segja að
meginhugsunin sé sú, að þar sem „fótspor mannkyns“ hafi alla tíð verið
viðfangsefni fornleifafræðinnar, hafi mannöld alltaf verið hennar jarðfræði
og saga.17 Fornleifafræðingar vita því hvers ber að leita, og vita það einnig
að spor okkar má rekja mun lengra aftur en oft er gefið í skyn í umræðunni
um mannöld. En þessi dýptarskynjun fornleifafræðinnar og þekking hennar
á fjarlægum tíma og löngum ferlum er einmitt það sem gjarnan er haldið á
lofti sem mikilvægasta framlagi hennar. Með vísan til menningarsögulegrar
þróunar og aðstæðna í fortíð getur fornleifafræðin unnið með samfélögum
og hópum að mótvægisaðgerðum og aðlögun.
Almennt séð virðist því hugmyndin um mannöld stugga lítið við
hefðbundinni ímynd fornleifafræðinnar, áherslum hennar og sjónarhorni.
Flestar skilgreiningar á mikilvægi fornleifafræðinnar tengjast þannig
eftirfarandi þáttum:
• Sérþekking á tengslum náttúru og menningar gera að verkum að
fornleifafræðin getur komið að skilgreiningum á mannöld og þróun
hennar.
• Dýpt hinnar fornleifafræðilegu menningarsögu gerir okkur kleift að
sækja tapaða vitneskju og lærdóm til fortíðar.
• Þekking fornleifafræðinga á myndun manngerðs jarðlagastaf la,
skilgreiningu hans og af lestri, gerir þeim kleift að „staðsetja“
mannöldina, aðgreina hana frá „náttúrulegum“ ferlum, og aldursgreina
stef sem henni tengjast.
Allt eru þetta mikilvæg atriði, þar sem hefð fornleifafræðinnar getur komið
að miklu gagni. Þó ber að nefna að sum þessara atriða hafa verið harðlega
gagnrýnd. Til að mynda varar Paul Lane18 við blindri trú á að lausnir við
áskorunum framtíðar leynist í fjarlægri fortíð. Zoe Crossland19 og Alfredo
González-Ruibal20 hafa einnig lagt áherslu á siðferðilega annmarka þess
að teygja hugtakið mannöld um of, bæði tíma- og landfræðilega, vegna
þeirrar dreifingar á ábyrgð sem það hefur í för með sér. Mannöld, segir
González-Ruibal, hófst ekki með fjarlægum uppréttum forfeðrum okkar,
16 T.d. Guttmann-Bond 2010, Rockman 2012, Sandweiss og Kelley 2012, Crumley 2015.
17 Sjá Van de Noort 2011, Hudson o.fl. 2012, Kintigh o.fl. 2014, Edgeworth 2013, Edgeworth o.fl.
2015.
18 Lane 2015.
19 Crossland 2014.
20 González-Ruibal 2011.