Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 16
15GENGIÐ Á REKA – FORNLEIFAFRÆÐI MANNALDAR
heldur fyrir einungis um 250 árum síðan, þegar stórtæk rányrkja náttúru
og samfélaga varð að viðurkenndu stefi pólitísks hagkerfis.21 Mannöld er í
því tilliti ekki síður arf leifð fremur ungra, vestrænna gilda.
Hvað sem því líður og hvort sem lögð er áhersla á langa ferla eða stutta,
fjarlæga tíma eða nálæga, er áhugavert að undirliggjandi í umræðunni er
hugmyndin um línulegan, skipulagðan tíma, og um fortíð sem eitthvað sem
er í eðli sínu fjarlægt og tapað; eitthvað sem einungis verður endurheimt með
uppgrefti, og djúpu, menningarsögulega sjónarhorni fornleifafræðinnar.
En spurningin er hvort þessi hefðbundnu sjónarmið séu þau gagnlegustu
þegar mannöld er annars vegar, eða hvort annars konar hugmyndir um
fortíð og tíma kæmu að gagni? Segja má að eiginleg ástæða þess að farið var
að tala um mannöld hafi ekki verið sú að tengsl við fortíðina höfðu rofnað,
heldur fremur að farið var að hrikta í stoðum þeirrar viðteknu hugmyndar
að fortíðin væri liðin. Það er, vandinn er ekki sá að hlutir eða agnir eyðist
og hverfi, heldur sá að þær endast og snúa aftur með af li og af leiðingum
sem ekki sáust fyrir. Og hvernig kemur það heim og saman við hefð
fornleifafræðinnar? Er ekki greinilegt að þótt innsýn hennar og sérþekking
21 González-Ruibal 2011, bls. 64.
Netahnykill á sandi vestast í Kelduhverfi. Ljósmynd: Þóra Pétursdóttir.