Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 19
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS18 Ástandið er alvarlegt, og hefur farið ört versnandi síðan hafreks26 (e. marine debris) var fyrst getið í vísindaritum á sjöunda áratugnum.27 Tölur um magn „rusls“ í hafi eru þó nokkuð á reiki, eðli málsins samkvæmt. Hlutir eru á stöðugri hreyfingu og staðbundnar aðstæður geta breyst mikið á skömmum tíma, til að mynda í kjölfar storma og annarra náttúruhamfara. Það má þó staðhæfa að hafrek er að finna í öllum lögum sjávar, f ljótandi á og nærri yfirborði, á hafsbotni og á ströndum (þaðan sem það getur ýmist snúið aftur til hafs, grafist undir eða borist lengra inn á land). Hafrek er af ýmsu tagi og á uppruna að rekja bæði til athafna á landi og sjó, auk þess sem hlutir geta ferðast um langan veg frá upprunastað til strandstaðar.28 Þannig hefur verið sýnt fram á með rannsóknum og skráningu að aðf lotnir hlutir hafa numið jafnvel afskekktustu haf- og strandsvæði jarðar29, þar á meðal djúpsjávarbotninn.30 Ástæður þess að hlutir lenda á reki geta verið margar, og er alls ekki svo að þeim sé öllum (vísvitandi eða ekki) varpað í hafið. Margir þeirra fara á f lakk án beinnar aðkomu manna, t.d. við fok og rof úr sorphaugum og landfyllingum, með f lóðum og f lóðbylgjum. Samsetning hafreks er einnig mismunandi eftir svæðum, þótt plast af ýmsu tagi sé vissulega í miklum meirihluta víðast hvar. Staðbundnar rannsóknir hafa sýnt að allt að 95% hafreks er plastúrgangur31, sem að megninu til er í formi örsmárra plastagna (e. micro plastics).32 Þó ber að nefna að f lestar rannsóknir á hafreki beinast að yfirborði sjávar og strandsvæðum og er ekki ólíklegt að samsetning þess á hafsbotni sé mjög ólík þessu.33 Auk þess er mikilvægt að nefna að rannsóknir á hafreki gera yfirleitt skýran greinarmun á manngerðum hlutum og öðrum reka – þótt sá greinarmunur sé oftar en ekki alls ekki skýr. Augljóst dæmi er rekaviður. Hvernig ber að f lokka hann? Annað dæmi um óljós skil menningar og náttúru er sú staðreynd að plastagnir eru þegar orðnar hluti af fæðukeðjunni og hafa e.t.v. þegar áhrif á líkamsstarfsemi margra spendýra, okkar þar á meðal.34 Enn eitt dæmi er svokallað plastiglomerate, ný bergtegund úr samþjöppuðu plasti, fjörusandi og öðrum bergtegundum, 26 Ég kýs hér að þýða enska hugtakið marine debris sem hafrek til aðgreiningar frá vogreki sem er í grunninn mun þrengra hugtak. 27 UNEP 2009, Ryan 2015. 28 Galgani o.fl. 2015, Thompson 2015. 29 Barnes 2005, Barnes o.fl. 2010, Bergmann og Klages 2012, Bergmann o.fl. 2016. 30 Ramirez-Llodra o.fl. 2014, Pham o.fl. 2014, Woodall o.fl. 2014. 31 Galgani o.fl. 2015. 32 Eriksen o.fl. 2014. 33 Ramirez-Llodra o.fl. 2011. 34 Galloway 2015, Lusher 2015.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.